Fréttir

Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi

Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Innlent

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Innlent

Met­um­ferð í maí

Umferð á hringvegum jókst um 2,3 prósent milli ára og hefur aldrei verið meiri í maí mánuði. Umferðin á Höfuðborgarsvæðinu dróst hins vegar saman.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin boðar aðhald og ætlar að spara þrjátíu og sex milljarða með nokkrum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgu og frekari vaxtahækkunum. Þá hefur verið ákveðið að draga úr launahækkun æðstu embættismanna. Við ræðum við forsætisráðherra um fyrirhugaðar aðgerðir og verðum í beinni frá Alþingi með formönnum Samfylkingar og Flokks fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ

Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Innlent

Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent

Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu.

Innlent

Pence býður sig fram

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga sem haldnar verða á næsta ári. Mun hann því aftur fara gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta, en forsetatíð hans endaði á árásinni á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur.

Erlent

Er gagnsókn Úkraínumanna hafin?

Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu.

Erlent

Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar

Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif.

Innlent

Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta

Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana.

Erlent

Kulda­bletturinn ekki til að skemma sumar­veðrið

Veðurfræðingur segir að mynd sem sýnir kuldablett á yfirborði sjávar við Íslands, sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýni stöðuna nú ekki rétt. Myndin er átta ára gömul. Ekki er von á mikilli sól á suðvesturhorninu í þessari viku. 

Innlent

36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka

Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um verkfall hjá BSRB starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu, en samningafundur sem stóð fram á nótt skilaði engri niðurstöðu.

Innlent

Stríð milli Kína og Banda­ríkjanna „ó­bæri­legar hörmungar“

Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu.

Erlent

Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB

Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað.

Innlent