Fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Bjarni Benediktsson verður áfram í ríkisstjórn Íslands, nú sem utanríkisráðherra. Hann og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastóla og tekur hún við embætti fjármálaráðherra. Við fjöllum ítarlega um blaðamannafund ríkissstjórnarinnar í fréttatímanum. Innlent 14.10.2023 11:52 Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 11:51 Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Innlent 14.10.2023 11:23 Hægrisveifla á Nýja-Sjáland og nýr forsætisráðherra Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent. Erlent 14.10.2023 10:55 Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. Innlent 14.10.2023 09:34 Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. Erlent 14.10.2023 09:12 Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 08:27 Kanna hvort grípa þurfi inn í útgáfu Dimmalimm Menningar-og viðskiptaráðuneytið er með það til skoðunar hvort ný útgáfa af barnabókinni Dimmalimm varði brot á sæmdarrétti og hvort tilefni sé til að grípa inn í. Innlent 14.10.2023 08:10 Smálægð úr vestri Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2023 07:48 Margir óviðræðuhæfir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ölvaðan ökumann í Háaleitishverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að skipta um sæti. Innlent 14.10.2023 07:33 Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. Innlent 14.10.2023 07:00 Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. Erlent 14.10.2023 07:00 Palestínumenn flýja í massavís áður en innrás Ísraela hefst Palestínumenn hafa flúið í massavís frá norðurhluta Gasastrandar í dag eftir að Ísrael sagði rúmlega milljón íbúum svæðisins að rýma það áður en innrás ísraelska hersins hefst í fyrramálið. Erlent 14.10.2023 00:11 Ákærður fyrir að káfa á konu í sundi Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað í sundlaug. Innlent 13.10.2023 23:48 Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. Innlent 13.10.2023 23:44 Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Innlent 13.10.2023 22:22 „Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. Erlent 13.10.2023 20:53 Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Erlent 13.10.2023 20:45 Umferðarslys á bæði Þelamerkurvegi og Hörgárdalsvegi Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta. Innlent 13.10.2023 19:51 „Mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“ Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum. Innlent 13.10.2023 18:46 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu. Innlent 13.10.2023 18:26 Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. Innlent 13.10.2023 17:49 Þykjast vera dauðar til að losna við kynlíf Kvenkyns norrænir froskar nýta sér nokkrar leiðir til að komast hjá óumbeðnu kynlífi við karldýr sömu tegundar. Þykjast þau vera karlkyns, troða sér í burtu eða þykjast vera dauð. Erlent 13.10.2023 16:49 „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Innlent 13.10.2023 16:41 Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. Innlent 13.10.2023 16:33 Sextán ára handtekinn fyrir tvö morð á heimili frægs listamanns Sextán ára strákur hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi framið tvö morð í úthverfi Stokkhólms. Fundust tvær konur látnar í einbýlishúsi sem samkvæmt sænskum miðlum er í eigu frægs listamanns. Erlent 13.10.2023 16:05 Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. Innlent 13.10.2023 15:53 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. Innlent 13.10.2023 15:25 Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04 Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. Erlent 13.10.2023 14:59 « ‹ ›
Hádegisfréttir Bylgjunnar Bjarni Benediktsson verður áfram í ríkisstjórn Íslands, nú sem utanríkisráðherra. Hann og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastóla og tekur hún við embætti fjármálaráðherra. Við fjöllum ítarlega um blaðamannafund ríkissstjórnarinnar í fréttatímanum. Innlent 14.10.2023 11:52
Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 11:51
Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson verður nýr utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Leiðtogar stjórnarflokkanna segja ríkisstjórnina standa styrka og samhenta og þau vilji klára kjörtímabilið saman. Það er nú hálfnað. Innlent 14.10.2023 11:23
Hægrisveifla á Nýja-Sjáland og nýr forsætisráðherra Nýr forsætisráðherra tekur við á Nýja-Sjálandi. Kosningar fóru fram í gær. Þjóðarflokkurinn fékk um 40 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn aðeins um 25 prósent. Erlent 14.10.2023 10:55
Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. Innlent 14.10.2023 09:34
Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. Erlent 14.10.2023 09:12
Bjarni og Þórdís muni skiptast á stólum Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála-og efnahagsráðherra verður utanríkisráðherra og mun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, núverandi utanríkisráðherra, taka við fjármálaráðuneytinu. Innlent 14.10.2023 08:27
Kanna hvort grípa þurfi inn í útgáfu Dimmalimm Menningar-og viðskiptaráðuneytið er með það til skoðunar hvort ný útgáfa af barnabókinni Dimmalimm varði brot á sæmdarrétti og hvort tilefni sé til að grípa inn í. Innlent 14.10.2023 08:10
Smálægð úr vestri Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2023 07:48
Margir óviðræðuhæfir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ölvaðan ökumann í Háaleitishverfi í Reykjavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að skipta um sæti. Innlent 14.10.2023 07:33
Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. Innlent 14.10.2023 07:00
Hundrað ára saga landnáms og aðskilnaðar Vika er liðin síðan stríð hófst í Ísrael og Palestínu. Dagurinn hófst þegar samtökin Hamas skutu eldflaugum frá Gasaströndinni á Ísrael og brutu stuttu síðar niður múrinn sem skilur Gasaströndina frá Ísrael. Við tóku blóðugar og hryllilegar árásir á landnemabæi Ísraelsmanna í suðri og svo gagnsókn Ísraelsmanna á Palestínumenn. Átökin eru þau blóðugustu í 75 ára deilu þjóðanna tveggja um þetta helga land. Hér verður stiklað á stóru í þessari löngu og flóknu sögu þjóðanna tveggja síðustu hundrað ár. Erlent 14.10.2023 07:00
Palestínumenn flýja í massavís áður en innrás Ísraela hefst Palestínumenn hafa flúið í massavís frá norðurhluta Gasastrandar í dag eftir að Ísrael sagði rúmlega milljón íbúum svæðisins að rýma það áður en innrás ísraelska hersins hefst í fyrramálið. Erlent 14.10.2023 00:11
Ákærður fyrir að káfa á konu í sundi Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað í sundlaug. Innlent 13.10.2023 23:48
Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld. Innlent 13.10.2023 23:44
Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Innlent 13.10.2023 22:22
„Tvískinnungur“ að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraelsmanna Lögmaður, sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, segir allt stefna í þjóðernishreinsanir eða jafnvel þjóðarmorð á Gasaströndinni. Vestræn stjórnvöld sýni tvískinnung með því að hlaupa upp til handa og fóta til að fordæma stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. Erlent 13.10.2023 20:53
Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Erlent 13.10.2023 20:45
Umferðarslys á bæði Þelamerkurvegi og Hörgárdalsvegi Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta. Innlent 13.10.2023 19:51
„Mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“ Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum. Innlent 13.10.2023 18:46
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu. Innlent 13.10.2023 18:26
Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. Innlent 13.10.2023 17:49
Þykjast vera dauðar til að losna við kynlíf Kvenkyns norrænir froskar nýta sér nokkrar leiðir til að komast hjá óumbeðnu kynlífi við karldýr sömu tegundar. Þykjast þau vera karlkyns, troða sér í burtu eða þykjast vera dauð. Erlent 13.10.2023 16:49
„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Innlent 13.10.2023 16:41
Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. Innlent 13.10.2023 16:33
Sextán ára handtekinn fyrir tvö morð á heimili frægs listamanns Sextán ára strákur hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi framið tvö morð í úthverfi Stokkhólms. Fundust tvær konur látnar í einbýlishúsi sem samkvæmt sænskum miðlum er í eigu frægs listamanns. Erlent 13.10.2023 16:05
Mikill meirihluti vill að Bjarni hætti í ríkisstjórn Ríflega sjötíu prósent svarenda nýrrar könnunar Maskínu vilja að Bjarni Benediktsson hætti alfarið í ríkisstjórn í stað þess að taka við öðru ráðuneyti. Innlent 13.10.2023 15:53
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. Innlent 13.10.2023 15:25
Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13.10.2023 15:04
Morðingi Abe fær sínu framgengt Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. Erlent 13.10.2023 14:59