Fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann á Funahöfða í Reykjavík í gær en nú fyrir hádegið var tilkynnt að maður sem var fluttur á slysadeild í gær sé látinn. 

Innlent

Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir

Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu.

Erlent

Pútín staddur í Kína

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum.

Erlent

Stjórnar­and­staðan tryggði sér meiri­hluta at­kvæða

Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun.

Erlent

„Það að tor­tíma Hamas er bara tíma­bundin lausn fyrir Ísrael“

Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn.

Erlent

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent

Hviður gætu náð þrjá­tíu metrum á sekúndu

Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi.

Veður

Árásarmannsins enn leitað

Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Erlent

Agnes ætlar með málið fyrir dóm

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum.

Innlent

„Þetta er svo mikil þvæla“

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur.

Innlent

Í lífs­hættu eftir brunann á Funa­höfða

Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Innlent

Tveir látnir eftir skotárás í Brussel

Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað.

Erlent

Á­kvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „mark­leysa“

Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu.

Innlent