Fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann á Funahöfða í Reykjavík í gær en nú fyrir hádegið var tilkynnt að maður sem var fluttur á slysadeild í gær sé látinn. Innlent 17.10.2023 11:39 Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Erlent 17.10.2023 11:32 Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. Innlent 17.10.2023 11:03 Bein útsending: Nýtt fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum á fundi sem hefst klukkan 11:30. Innlent 17.10.2023 11:00 Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. Erlent 17.10.2023 10:47 Stjórnarandstaðan tryggði sér meirihluta atkvæða Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun. Erlent 17.10.2023 10:41 Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Erlent 17.10.2023 10:35 „Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. Erlent 17.10.2023 10:11 Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. Innlent 17.10.2023 10:00 Hæstiréttur Indlands neitar að lögleiða hjónabönd samkynja para Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað gegn lögleiðingu hjónabands samkynja para, með þeim rökum að dómstóllinn hafi ekki vald til að taka þá ákvörðun. Erlent 17.10.2023 09:02 Dularfullur maður í læknaslopp með fulla tösku af kannabis Erlendur karlmaður hefur hlotið fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, þar af verða tólf mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Innlent 17.10.2023 09:01 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 08:00 Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Erlent 17.10.2023 07:48 Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi. Veður 17.10.2023 07:16 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. Innlent 17.10.2023 07:07 Ákærður fyrir að káfa á starfskonu veitingahúss Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á veitingastað. Innlent 17.10.2023 07:00 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. Erlent 17.10.2023 06:41 Munum stolið úr sýningarglugga skartgripaverslunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í Reykjavík í nótt eftir að rúða var brotin í skartgripaverslun. Var munum stolið úr sýningarglugga sem snýr út að götu. Innlent 17.10.2023 06:35 Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Erlent 17.10.2023 06:31 Árásarmannsins enn leitað Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. Erlent 16.10.2023 23:56 Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. Erlent 16.10.2023 22:11 Laugarnesskólamálið einstakt tilvik og blygðunarsemisbrot Mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem var handtekinn á fimmtudag og er grunaður um kynferðisbrot, er rannsakað sem blygðunarsemisbrot. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri skólans sendi á foreldra og forsjáraðila. Innlent 16.10.2023 22:10 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Innlent 16.10.2023 21:49 „Þetta er svo mikil þvæla“ Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur. Innlent 16.10.2023 21:29 Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. Innlent 16.10.2023 21:00 Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Innlent 16.10.2023 19:47 Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Erlent 16.10.2023 19:36 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. Innlent 16.10.2023 19:19 Nafn mannsins sem lést á Skógaheiði Maðurinn sem lést af slysförum á Skógaheiði síðastliðinn fimmtudag hét Sigurður Sigurjónsson og var bóndi á Ytri Skógum. Innlent 16.10.2023 19:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu. Innlent 16.10.2023 17:59 « ‹ ›
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um brunann á Funahöfða í Reykjavík í gær en nú fyrir hádegið var tilkynnt að maður sem var fluttur á slysadeild í gær sé látinn. Innlent 17.10.2023 11:39
Sagðar meðal verstu árása sem Rússar hafa orðið fyrir Úkraínumenn segjast hafa grandað minnst níu herþyrlum Rússa, loftvarnarkerfi, skotfærum og öðrum hergögnum í árásum á tvo flugvelli í nótt. Rússneskir herbloggarar segja árásirnar meðal þeirra alvarlegustu sem Rússar hafa orðið fyrir í stríðinu. Erlent 17.10.2023 11:32
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. Innlent 17.10.2023 11:03
Bein útsending: Nýtt fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mun kynna skýrslu sína um nýtt fyrirkomulag að eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum á fundi sem hefst klukkan 11:30. Innlent 17.10.2023 11:00
Pútín staddur í Kína Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. Erlent 17.10.2023 10:47
Stjórnarandstaðan tryggði sér meirihluta atkvæða Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun. Erlent 17.10.2023 10:41
Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Erlent 17.10.2023 10:35
„Það að tortíma Hamas er bara tímabundin lausn fyrir Ísrael“ Helsti sérfræðingur Íslands um málefni Mið-Austurlanda segir tveggja ríkja lausnina, sem lagt var upp með í Oslóarsamkomulaginu fyrir Ísraelsmenn og Palestínumenn, ólíklega til að leysa vanda þjóðanna. Þá sé markmið Ísraelsmanna til að tortíma Hamas bara tímabundin „lausn“ fyrir Ísraelsmenn. Erlent 17.10.2023 10:11
Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. Innlent 17.10.2023 10:00
Hæstiréttur Indlands neitar að lögleiða hjónabönd samkynja para Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað gegn lögleiðingu hjónabands samkynja para, með þeim rökum að dómstóllinn hafi ekki vald til að taka þá ákvörðun. Erlent 17.10.2023 09:02
Dularfullur maður í læknaslopp með fulla tösku af kannabis Erlendur karlmaður hefur hlotið fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, þar af verða tólf mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Innlent 17.10.2023 09:01
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. Innlent 17.10.2023 08:00
Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Erlent 17.10.2023 07:48
Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi. Veður 17.10.2023 07:16
Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. Innlent 17.10.2023 07:07
Ákærður fyrir að káfa á starfskonu veitingahúss Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á veitingastað. Innlent 17.10.2023 07:00
Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. Erlent 17.10.2023 06:41
Munum stolið úr sýningarglugga skartgripaverslunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í Reykjavík í nótt eftir að rúða var brotin í skartgripaverslun. Var munum stolið úr sýningarglugga sem snýr út að götu. Innlent 17.10.2023 06:35
Heimsókn Bidens staðfest og ný von um neyðaraðstoð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti margra klukkustunda langan fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær sem lauk snemma í morgun. Erlent 17.10.2023 06:31
Árásarmannsins enn leitað Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn. Erlent 16.10.2023 23:56
Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. Erlent 16.10.2023 22:11
Laugarnesskólamálið einstakt tilvik og blygðunarsemisbrot Mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem var handtekinn á fimmtudag og er grunaður um kynferðisbrot, er rannsakað sem blygðunarsemisbrot. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri skólans sendi á foreldra og forsjáraðila. Innlent 16.10.2023 22:10
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Innlent 16.10.2023 21:49
„Þetta er svo mikil þvæla“ Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur. Innlent 16.10.2023 21:29
Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð. Innlent 16.10.2023 21:00
Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Innlent 16.10.2023 19:47
Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Erlent 16.10.2023 19:36
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. Innlent 16.10.2023 19:19
Nafn mannsins sem lést á Skógaheiði Maðurinn sem lést af slysförum á Skógaheiði síðastliðinn fimmtudag hét Sigurður Sigurjónsson og var bóndi á Ytri Skógum. Innlent 16.10.2023 19:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu. Innlent 16.10.2023 17:59