Fréttir Bein útsending: Ásgeir og Rannveig sitja fyrir svörum Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með Seðlabanka Íslands þar sem fjallað verður um nýja skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Innlent 26.10.2023 08:01 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. Erlent 26.10.2023 07:31 Stærsti skjálftinn í nótt 3,6 stig að stærð Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið stöðug í nótt. Erlent 26.10.2023 07:22 Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Erlent 26.10.2023 07:11 Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni. Veður 26.10.2023 07:10 Daglegar árásir á orkukerfin úr rússneskum IP-tölum „Við verðum daglega vör við að reynt sé að komast inn,“ segir Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, um stöðugar tilraunir til netárása á raforkukerfið og aðra inniviði. Innlent 26.10.2023 06:27 Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Innlent 25.10.2023 23:17 Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. Erlent 25.10.2023 22:50 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. Innlent 25.10.2023 22:22 Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. Innlent 25.10.2023 22:21 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Innlent 25.10.2023 21:53 Skjálfti 3,6 að stærð á Reykjanesi Jarðskjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kílómetra norðvestur af Þorbirni á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Innlent 25.10.2023 21:31 Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Innlent 25.10.2023 20:31 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. Innlent 25.10.2023 20:11 Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Innlent 25.10.2023 19:16 Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. Innlent 25.10.2023 18:52 Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. Innlent 25.10.2023 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. Innlent 25.10.2023 18:00 Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Erlent 25.10.2023 17:05 Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49 Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Innlent 25.10.2023 16:36 Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. Innlent 25.10.2023 15:32 Fimm látnir eftir skipaárekstur í Norðursjó Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins. Erlent 25.10.2023 14:25 Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Innlent 25.10.2023 13:46 Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2023 13:35 Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Innlent 25.10.2023 12:58 Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Erlent 25.10.2023 12:47 Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Innlent 25.10.2023 12:28 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. Innlent 25.10.2023 12:13 Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. Erlent 25.10.2023 12:00 « ‹ ›
Bein útsending: Ásgeir og Rannveig sitja fyrir svörum Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með Seðlabanka Íslands þar sem fjallað verður um nýja skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Innlent 26.10.2023 08:01
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. Erlent 26.10.2023 07:31
Stærsti skjálftinn í nótt 3,6 stig að stærð Skjálftavirknin á Reykjanesi hefur verið stöðug í nótt. Erlent 26.10.2023 07:22
Hnitmiðuð aðgerð og undirbúningur fyrir næstu skref Ísraelsher virðist hafa farið inn á Gasa í nótt, meðal annars á skriðdrekum. Samkvæmt yfirlýsingu frá hernum var um að ræða hnitmiðaða árás á nokkur skotmörk og undirbúning fyrir „næsta stig“ aðgerða. Erlent 26.10.2023 07:11
Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni. Veður 26.10.2023 07:10
Daglegar árásir á orkukerfin úr rússneskum IP-tölum „Við verðum daglega vör við að reynt sé að komast inn,“ segir Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, um stöðugar tilraunir til netárása á raforkukerfið og aðra inniviði. Innlent 26.10.2023 06:27
Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi. Innlent 25.10.2023 23:17
Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. Erlent 25.10.2023 22:50
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. Innlent 25.10.2023 22:22
Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. Innlent 25.10.2023 22:21
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Innlent 25.10.2023 21:53
Skjálfti 3,6 að stærð á Reykjanesi Jarðskjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kílómetra norðvestur af Þorbirni á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Innlent 25.10.2023 21:31
Fuglaáhugamaður sakaður um alþjóðlegar njósnir og kallaður í skýrslutöku Líffræðingur var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu, sakaður um njósnir við finnska sendiráðið vegna rannsóknar hans á mállýsku skógarþrasta. Mállýska fuglanna er nokkuð mismunandi eftir svæðum og jafnvel hverfum. Innlent 25.10.2023 20:31
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. Innlent 25.10.2023 20:11
Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Innlent 25.10.2023 19:16
Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. Innlent 25.10.2023 18:52
Mögulega meiri vindur en talið var þegar kastalinn fór á loft Nýtt mat sýnir að vindur var mögulega meiri en talið var í fyrstu þegar hoppukastalaslysið var á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Fimm eru ákærðir í málinu en fjögur börn slösuðust, þar af eitt fyrir lífstíð. Innlent 25.10.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. Innlent 25.10.2023 18:00
Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Erlent 25.10.2023 17:05
Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49
Settist upp í hjá ökumanni í vímu sem bakkaði á ógnarhraða Kona hefur verið dæmd til þess að bera helming tjóns síns, sem hún hlaut eftir umferðarslys, sjálf. Hún settist upp í bíl hjá ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og bakkaði á ríflega fimmtíu kílómetra hraða. Innlent 25.10.2023 16:36
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. Innlent 25.10.2023 15:32
Fimm látnir eftir skipaárekstur í Norðursjó Minnst fimm eru látnir eftir að tvö flutningaskip skullu saman í Norðursjó nærri strönd Þýskalands. Annað skipið sökk í kjölfar árekstursins. Erlent 25.10.2023 14:25
Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Innlent 25.10.2023 13:46
Fara fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 25.10.2023 13:35
Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Innlent 25.10.2023 12:58
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Erlent 25.10.2023 12:47
Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Innlent 25.10.2023 12:28
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. Innlent 25.10.2023 12:13
Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. Erlent 25.10.2023 12:00