Fréttir

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent

Gátu loksins komið sér saman um þing­for­seta

Þing­flokkur Repúblikana­flokksins í full­trúa­deildinni tókst í dag að koma sér saman um þing­for­seta eftir þrjár mis­heppnaðar til­raunir. Mike John­son, þing­maður Lou­isiana ríkis, er nýr þing­for­seti. Hann er ötull stuðnings­maður fyrr­verandi Banda­ríkja­for­setans Donald Trump.

Erlent

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.

Innlent

Segir séra Frið­rik hafa leitað á dreng og káfað á honum

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt.

Innlent

Skjálfti 3,6 að stærð á Reykja­nesi

Jarð­skjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kíló­metra norð­vestur af Þor­birni á Reykja­nesi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofunni.

Innlent

Flutningi þriggja ís­lenskra drengja til Noregs frestað

Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 

Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. 

Innlent

Að­koma stjórn­valda nauð­syn­leg fyrir gerð lang­tíma­kjara­samninga

„Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. 

Innlent

Ísraelar samþykkja að bíða með innrás

Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum.

Erlent

Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið

Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. 

Innlent

Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum

Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030.

Innlent

Fara fram á fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent

Fylgjast vel með en ó­víst hvort kvika færist nær yfir­borðinu

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir.

Innlent

Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum

Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega.

Erlent