Fréttir Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Innlent 1.2.2024 19:40 Funda áfram á morgun en gefa ekkert upp Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA. Innlent 1.2.2024 19:38 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 1.2.2024 19:00 Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Innlent 1.2.2024 18:50 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.2.2024 18:00 Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. Innlent 1.2.2024 17:26 Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. Innlent 1.2.2024 17:13 LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Innlent 1.2.2024 17:08 Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00 Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13 Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29 Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18 Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. Erlent 1.2.2024 15:06 Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42 Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24 „Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19 Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15 Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59 Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56 Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður í Karphúsinu sem nú standa yfir. Innlent 1.2.2024 11:33 Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. Erlent 1.2.2024 11:17 Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Innlent 1.2.2024 11:01 Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. Innlent 1.2.2024 10:42 Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34 Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Innlent 1.2.2024 10:32 Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Innlent 1.2.2024 09:00 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. Innlent 1.2.2024 08:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Erlent 1.2.2024 08:05 « ‹ ›
Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Innlent 1.2.2024 19:40
Funda áfram á morgun en gefa ekkert upp Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA. Innlent 1.2.2024 19:38
Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 1.2.2024 19:00
Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Innlent 1.2.2024 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.2.2024 18:00
Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. Innlent 1.2.2024 17:26
Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. Innlent 1.2.2024 17:13
LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Innlent 1.2.2024 17:08
Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00
Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13
Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18
Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. Erlent 1.2.2024 15:06
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42
Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24
„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19
Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15
Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59
Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56
Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirstandandi kjaraviðræður í Karphúsinu sem nú standa yfir. Innlent 1.2.2024 11:33
Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. Erlent 1.2.2024 11:17
Heift milli stjörnulögmanna brýst upp á yfirborðið Svo virðist sem stríð hafi brotist út milli lögmanna á samfélagsmiðlum og víðar. Eigast þar við Brynjar Níelsson annars vegar og hins vegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson auk þess sem Sveinn Andri Sveinsson blandast í slaginn. Innlent 1.2.2024 11:01
Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. Innlent 1.2.2024 10:42
Lögregla verst allra frétta af andláti barnsins Lögregla verst allra frétta af rannsókn á andláti sex ára drengs í Kópavogi í gær. Fjölskylda drengsins hefur minnst hans á samfélagsmiðlum síðasta sólarhringinn. Innlent 1.2.2024 10:34
Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Innlent 1.2.2024 10:32
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Innlent 1.2.2024 09:00
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. Innlent 1.2.2024 08:23
Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Erlent 1.2.2024 08:05