Fréttir

Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir

Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum.

Erlent

Ölvaður flug­maður hand­tekinn í Skot­landi

Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak.

Erlent

Lést við að bjarga dóttur sinni

Faðir þrettán ára stelpu lét lífið við að bjarga dóttur sinni eftir að gúmmíbát þeirra hvolfdi í Arkansas ánni í Bandaríkjunum. Faðirinn var í bátnum ásamt fjórum börnum sínum þegar báturinn hvolfdi.

Erlent

Gylfi Þór aflar fjár fyrir Rauða krossinn

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við veiðum á langreyði. Ákvörðunin hefur valdið titringi innan samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn en ráðherra óttast ekki áhrif á stjórnarsamstarfið.

Innlent

Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu.

Erlent

Sonur Biden játar sig sekan um skatt­svik

Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar.

Erlent

Stjórnar­slit lík­legri í dag en í gær

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu.

Innlent

Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið.

Innlent

Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni

Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu.

Erlent

Ætlar að skoða um­­­deild sam­­skipti starfs­manna borgarinnar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt.

Innlent

Paul Watson ánægður með Svandísi

Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína.

Innlent

Hörð hægri­stjórn tekur við völdum í Finn­landi

Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum.

Erlent

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Innlent