Ráðherrar sverja af sér vélbyssur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. október 2014 08:00 Enn hefur ekki fengist úr því skorið hvort það á að greiða fyrir byssurnar sem íslensk yfirvöld fengu í Noregi. Fréttablaðið/Vilhelm „Utanríkisráðherra hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í gær. Á fundi allsherjar- og efnahagsnefndar Alþingis í vikunni með ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóni hjá embættinu kom fram að utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra í fyrradag kemur fram að norsk sendinefnd hafi komið til landsins í júní 2013 í boði utanríkisráðuneytisins. Norsku nefndarmennirnir greindu þá frá því að íslensku lögreglunni stæði til boða að fá hríðskotabyssurnar.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að það sé engin leynd í málinu en bætir við að menn hefðu átt að segja strax hvernig hlutirnir væru því það sé ekkert óeðlilegt við þá. „Hins vegar hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki gert,“ segir ráðherra og bætir við að honum finnist að það hefði átt að svara skýrar um þessi mál.Á fundi nefndarinnar kom einnig fram að innanríkisráðuneytinu hefði verið kunnugt um málið. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst var ráðuneytið upplýst um norsku byssurnar í júlí, en engar fundargerðir eða aðrar ritaðar heimildir munu vera til um þær upplýsingar sem ráðuneytið fékk. Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um að lögreglan væri að endurnýja búnað sinn og til þess hafi hún heimild í reglugerð frá 1999. „Þeir hafa þessa heimild,“ segir Hanna Birna og segir að engin stefnubreyting hafi átt sér stað varðandi vopnaburð eða vopnaeign lögreglunnar. „Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki,“ segir Hanna Birna um byssurnar 150 sem lögreglan á að fá. Hvorki Hanna Birna né Gunnar Bragi telja að það þurfi að ræða það opinberlega að hingað séu komnar 250 hríðskotabyssur, eða hvernig málið bar að. Málið sé ekki þess eðlis. Það sé eingöngu verið að endurnýja úrsérgengin skotvopn lögreglunnar og Gæslunnar. Hún fargi skotvopnum á móti þeim byssum sem hún sé að fá, vopnaeignin sé ekki að aukast. Lögreglan hefur hins vegar ekki tilkynnt um að hún hafi eytt neinum af vopnum sínum. Fréttablaðið hefur ekki fengið að sjá samninginn sem gerður var milli Norðmanna og Íslendinga um MP5-byssurnar og ekki hefur fengist uppgefið hver skrifaði undir hann. Þá liggur ekki fyrir hvort MP5-byssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eða hvort þeir eru að selja íslenskum yfirvöldum byssurnar. Lögreglan á að fá 150 MP5-byssur en Landhelgisgæslan 100. Bæði Landhelgisgæsla og lögregla halda því fram að byssurnar séu gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að kaupsamningur hafi verið gerður og Íslendingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið greitt fyrir byssurnar og ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir þær. Lögreglan hefur sagt að hún vilji ekki byssurnar þurfi hún að greiða fyrir þær. MP5-byssurnar 250 komu með flutningavél norska flughersins frá Noregi í febrúar og hafa síðan verið geymdar innan tollverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar í viðurkenndum skotvopnageymslum. Lögreglan fékk raunar 35 þeirra til afnota í skamman tíma til æfinga. Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildandi varnarmálalögum. Hvorki Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, né Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildu svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál í gær. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Utanríkisráðherra hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í gær. Á fundi allsherjar- og efnahagsnefndar Alþingis í vikunni með ríkislögreglustjóra og yfirlögregluþjóni hjá embættinu kom fram að utanríkisráðuneytið hefði haft milligöngu um komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra í fyrradag kemur fram að norsk sendinefnd hafi komið til landsins í júní 2013 í boði utanríkisráðuneytisins. Norsku nefndarmennirnir greindu þá frá því að íslensku lögreglunni stæði til boða að fá hríðskotabyssurnar.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að það sé engin leynd í málinu en bætir við að menn hefðu átt að segja strax hvernig hlutirnir væru því það sé ekkert óeðlilegt við þá. „Hins vegar hef ég ekki hugmynd um af hverju það var ekki gert,“ segir ráðherra og bætir við að honum finnist að það hefði átt að svara skýrar um þessi mál.Á fundi nefndarinnar kom einnig fram að innanríkisráðuneytinu hefði verið kunnugt um málið. Samkvæmt því sem Fréttablaðið kemst næst var ráðuneytið upplýst um norsku byssurnar í júlí, en engar fundargerðir eða aðrar ritaðar heimildir munu vera til um þær upplýsingar sem ráðuneytið fékk. Hanna Birna KristjánsdóttirHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um að lögreglan væri að endurnýja búnað sinn og til þess hafi hún heimild í reglugerð frá 1999. „Þeir hafa þessa heimild,“ segir Hanna Birna og segir að engin stefnubreyting hafi átt sér stað varðandi vopnaburð eða vopnaeign lögreglunnar. „Þetta er endurnýjun á búnaði, annað ekki,“ segir Hanna Birna um byssurnar 150 sem lögreglan á að fá. Hvorki Hanna Birna né Gunnar Bragi telja að það þurfi að ræða það opinberlega að hingað séu komnar 250 hríðskotabyssur, eða hvernig málið bar að. Málið sé ekki þess eðlis. Það sé eingöngu verið að endurnýja úrsérgengin skotvopn lögreglunnar og Gæslunnar. Hún fargi skotvopnum á móti þeim byssum sem hún sé að fá, vopnaeignin sé ekki að aukast. Lögreglan hefur hins vegar ekki tilkynnt um að hún hafi eytt neinum af vopnum sínum. Fréttablaðið hefur ekki fengið að sjá samninginn sem gerður var milli Norðmanna og Íslendinga um MP5-byssurnar og ekki hefur fengist uppgefið hver skrifaði undir hann. Þá liggur ekki fyrir hvort MP5-byssurnar eru gjöf frá Norðmönnum eða hvort þeir eru að selja íslenskum yfirvöldum byssurnar. Lögreglan á að fá 150 MP5-byssur en Landhelgisgæslan 100. Bæði Landhelgisgæsla og lögregla halda því fram að byssurnar séu gjöf. Upplýsingafulltrúi norska hersins segir að kaupsamningur hafi verið gerður og Íslendingar hafi keypt byssurnar fyrir 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan segir að ekki hafi verið greitt fyrir byssurnar og ekki hafi verið farið fram á greiðslu fyrir þær. Lögreglan hefur sagt að hún vilji ekki byssurnar þurfi hún að greiða fyrir þær. MP5-byssurnar 250 komu með flutningavél norska flughersins frá Noregi í febrúar og hafa síðan verið geymdar innan tollverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar í viðurkenndum skotvopnageymslum. Lögreglan fékk raunar 35 þeirra til afnota í skamman tíma til æfinga. Byssurnar eru undanþegnar opinberum gjöldum samkvæmt gildandi varnarmálalögum. Hvorki Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, né Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vildu svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál í gær.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira