Innlent

Vísar því á bug að trúboð sé stundað í skólum

Halldór Reynisson, fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar.
Halldór Reynisson, fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar.

Fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar furðar sig á tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að takmarka aðgang trúfélaga að skólastarfi í borginni.

Meirihluti fulltrúa í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar lagði í síðustu viku fram drög að ályktun um samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög. Kjarni tillögunnar er að trúboð fari fram utan skólatíma - og raski ekki skólastarfi. Þar segir einnig að fjölmargar kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna trúmála í skólum -og að starfsemnn skóla hafi óskað eftir skýrum leiðbeiningum frá borginni.

En hvernig líst Þjóðkirkjunni á þessa tillögu? Séra Halldór Reynisson er verkefnisstjóri fræðslusviðs borgarinnar.

„Þetta kemur nú nokkuð á óvart," segir Halldór og bendir á að árið 2007 hafi verið unnið álit á vegum starfshóps á vegum borgarinnar þar sem til dæmis sé talað um að samstarf kirkju og skóla verði ávallt að vera á forsendum skólans. „Kirkjan hefur virt það og þess vegna vil ég vísa því á bug að það sé verið að stunda trúboð í skólum," segir séra Halldór.

En er ekki eðlilegt að til dæmis fermingarfræðsla fari fram utan skólatíma - eins og lagt er til í tillögu meirihlutans, til að raska ekki skólastarfi? „Þá má líka spyrja hvort það sé ekki eðlilegt að allt íþróttastarf fari fram utan skólatíma? Það gildir nákvæmlega sama um þetta og íþróttastarf. Stundum þurfa börn að fá frí og hingað til hafa skólayfirvöld veitt slíkt leyfi ef foreldrar hafa óskað eftir því."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.