Fleiri fréttir

Talíbanar myrtu þýska konu í árás á sænskt gistiheimili

Vopnaðir talíbanar réðust inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi og myrtu þar þýska konu. Þá er finnskrar konu saknað en talið er að hún hafi verið numin á brott af árásarmönnunum. BBC greinir frá.

Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA

Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.

Chibok-stúlkurnar sameinast fjölskyldum sínum

Gleði ríkti á endurfundum 82 stúlkna sem var rænt frá þorpinu Chibok í Nígeríu fyrir þremur árum með foreldrum þeirra í dag. Enn eru þó fleiri en hundrað stúlkur frá þorpinu í haldi skæruliðasamtakanna Boko Haram.

Neitar að hafa rætt um Comey við Trump

Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey.

Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry

Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins.

141 lést í árás á flugstöð í Libýu

Alls 141 lét lífið eftir að árás var gerð á flugstöð í suður Líbýu í gær. Flestir þeirra sem létust voru hermenn en einnig létust óbreyttir borgarar sem voru við störf á flugstöðinni,

Útlit fyrir sigur Rouhani

Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur að öllum líkindum unnið sigur í forsetakosningunum sem fóru fram í gær.

Assange áfram í sendiráðinu

Stofnandi WikiLeaks er laus allra mála í Svíþjóð eftir margra ára lagaþrætu. Hann getur ekki yfirgefið sendiráð Ekvador í London vegna breskra brota.

Sprautaðir vegna rusls við kirkjur

Þegar starfsmenn Þrenningarkirkjunnar í Kaupmannahöfn koma til vinnu á morgnana byrja þeir á að vekja rómafólkið sem búið hefur sér náttstað fyrir framan kirkjuna.

Upplýsa fæst morðanna

Lögreglustjórinn í Malmö í Svíþjóð segir lögregluembættið þurfa 150 til 200 rannsóknarlögreglumenn til viðbótar.

Fjölmiðlar mótmæla forsetanum

Fimmtán stór frönsk fjölmiðlafyrirtæki, þar á meðal Le Monde og Le Figaro, hafa í sameiningu sent Macron Frakklandsforseta bréf þar sem þau mótmæla því að hann láti takmarka þann fjölda fréttamanna sem fái aðgang að fundum í forsetahöllinni.

Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir

Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum.

Fjórðungur í vinnu með timburmenn

Fjórðungur Norðmanna kveðst að minnsta kosti einu sinni á liðnu ári hafa verið með timburmenn í vinnunni eða ekki afkastað nógu miklu vegna of mikillar drykkju kvöldið áður.

Kosið í Íran í dag

Rouhani mælist með forystu, en Raisi er að ná sér á strik gagnvart honum og hefur lofað að efna samninginn milli Bandaríkjanna og Íran.

Norðmenn þreyttir á heræfingum

Alls hafa 330 bandarískir hermenn verið við æfingar í Værnes í Nyrðri-Þrændalögum frá því í janúar. Hermennirnir eiga að stunda æfingar við norsk vetrarskilyrði.

Cornell svipti sig lífi

Hann er sagður hafa hengt sig á hótelherbergi í Detroit eftir tónleika með hljómsveit sinni Soundgarden.

Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump

„það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir