Erlent

Fjórðungur í vinnu með timburmenn

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tvöfalt fleiri karlar en konur skrópa vegna þynnku.
Tvöfalt fleiri karlar en konur skrópa vegna þynnku. vísir/getty
Fjórðungur Norðmanna kveðst að minnsta kosti einu sinni á liðnu ári hafa verið með timburmenn í vinnunni eða ekki afkastað nógu miklu vegna of mikillar drykkju kvöldið áður. Fimm prósent hafa verið fjarverandi frá vinnu vegna þynnku.

Þetta eru niðurstöður könnunar norsku lýðheilsustofnunarinnar hjá starfsmönnum 22 fyrirtækja í átta starfsgreinum. Þátttakendur voru 2.430. Markmið könnunarinnar var að komast að því hversu mikill vandinn er vegna kostnaðar og öryggismála.

Fjarvistir vegna timburmanna voru algengastar hjá starfsmönnum veitingahúsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×