Erlent

Rouhani segir Írana hafa hafnað öfgahyggju

Kjartan Kjartansson skrifar
Hassan Rouhani náði endurkjöri sem forseti Írans með afgerandi meirihluta.
Hassan Rouhani náði endurkjöri sem forseti Írans með afgerandi meirihluta. Vísir/EPA
Íranskir kjósendur höfnuðu öfgahyggju og vilja efla tengslin við umheiminn, að sögn Hassans Rouhani sem var endurkjörinn forseti Írans. Stjórnmálafræðingar segja að afgerandi sigur Rouhani gefi honum sterkt umboð til að ráðast í umbætur og koma hnignandi efnahag landsins aftur í gang.

Rouhani telst vera umbótasinnaður í hinu íhaldssama íslamska ríki Íran og hefur setið á forsetastóli frá árinu 2013. Hann hlaut 57% atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram í landinu í gær samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

„Íranska þjóðin hefur kosið leið samskipta við heiminn, leið sem er fjarri öfgahyggju og ofbeldi,“ sagði Rouhani í sigurræðu sinni.

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði kosningarnar sýna „áframhaldandi framþróun“ írönsku þjóðarinnar í færslu á Twitter.


Tengdar fréttir

Kosið í Íran í dag

Rouhani mælist með forystu, en Raisi er að ná sér á strik gagnvart honum og hefur lofað að efna samninginn milli Bandaríkjanna og Íran.

Útlit fyrir sigur Rouhani

Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur að öllum líkindum unnið sigur í forsetakosningunum sem fóru fram í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×