Erlent

Kosið í Íran í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hassan Rouhani, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri.
Hassan Rouhani, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri. vísir/getty

Íranar ganga til kosninga í dag og kjósa sér forseta. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, býður sig fram á ný gegn klerknum Ebrahim Raisi.

The Telegraph greinir frá því að Rouhani hafi varið síðustu fjórum árum í það að koma Íran út úr alþjóðlegri einangrun.

Rouhani mælist með forystu, en Raisi er að ná sér á strik gagnvart honum og hefur lofað að efna samninginn milli Bandaríkjanna og Íran. Hann segir þó forsetann núverandi bera of mikið traust til Vesturlanda.

Fleiri eru í framboði en valið er talið verða á milli þeirra tveggja, ef enginn hlýtur 50 prósent atkvæða mun önnur umferð fara fram þann 26. maí. Áhugavert verður ef Rouhani nær ekki endurkjöri, en það væri í fyrsta sinn sem það gerðist í Íran síðan árið 1981. 
Fleiri fréttir

Sjá meira