Erlent

Kosið í Íran í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hassan Rouhani, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri.
Hassan Rouhani, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri. vísir/getty

Íranar ganga til kosninga í dag og kjósa sér forseta. Hassan Rouhani, sitjandi forseti, býður sig fram á ný gegn klerknum Ebrahim Raisi.

The Telegraph greinir frá því að Rouhani hafi varið síðustu fjórum árum í það að koma Íran út úr alþjóðlegri einangrun.

Rouhani mælist með forystu, en Raisi er að ná sér á strik gagnvart honum og hefur lofað að efna samninginn milli Bandaríkjanna og Íran. Hann segir þó forsetann núverandi bera of mikið traust til Vesturlanda.

Fleiri eru í framboði en valið er talið verða á milli þeirra tveggja, ef enginn hlýtur 50 prósent atkvæða mun önnur umferð fara fram þann 26. maí. Áhugavert verður ef Rouhani nær ekki endurkjöri, en það væri í fyrsta sinn sem það gerðist í Íran síðan árið 1981. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira