Erlent

Sprautaðir vegna rusls við kirkjur

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sívaliturn er við Þrenningarkirkjuna þar sem rómafólk hefst við.
Sívaliturn er við Þrenningarkirkjuna þar sem rómafólk hefst við.
Þegar starfsmenn Þrenningarkirkjunnar í Kaupmannahöfn koma til vinnu á morgnana byrja þeir á að vekja rómafólkið sem búið hefur sér náttstað fyrir framan kirkjuna.

Því næst hefst umfangsmikið hreinsunarstarf við að tína saman flöskur og dýnur, taka upp saur og skola burt þvag. Safnaðarstjórnin hefur látið sprauta starfsmenn gegn lifrarbólgu vegna smithættu af því sem er að finna í ruslinu.

Rómafólk safnast saman við fleiri kirkjur og segja kirkjunnar menn að erfitt sé að finna jafnvægið á milli náungakærleikans og þess hversu langt þetta megi ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×