Erlent

141 lést í árás á flugstöð í Libýu

Anton Egilsson skrifar
Mahdi Al-Barghathi, varnarmálaráðherra Líbýu, hefur verið leystur frá störfum meðan á rannsókn á árásinni stendur.
Mahdi Al-Barghathi, varnarmálaráðherra Líbýu, hefur verið leystur frá störfum meðan á rannsókn á árásinni stendur. Vísir/AFP
Alls 141 lét lífið eftir að árás var gerð á flugstöð í suður Líbýu í gær. Flestir þeirra sem létust voru hermenn en einnig létust óbreyttir borgarar sem voru við störf á flugstöðinni. Reuters greinir frá þessu.

Árásin var framkvæmd af hersveit tengdri ríkisstjórn landsins en flugstöðin sem ráðist var á er bækistöð andstæðinga stjórnarinnar sem hliðhollir eru hershöfðingjanum Khalifa Haltar. Voru hermennirnir á leið úr skrúðgöngu þegar árásin átti sér stað og voru flestir þeirra óvopnaðir.

Ríkisstjórn Líbýu hefur þverneitað fyrir að eiga aðild að árásinni. Stendur til að rannsaka tildrög árásinnar og hafa þeir Mahdi Al-Barghathi, varnarmálaráðherra Líbýu, og Jamal Traiki, yfirmaður hersveitarinnar sem framkvæmdi árásina, verið leystir frá störfum tímabundið meðan á rannsókninni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×