Erlent

Danska stúlkan fékk sex ára dóm fyrir hryðjuverkabrot

Atli Ísleifsson skrifar
Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku á síðustu mánuðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku á síðustu mánuðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Dómstóll í Danmörku dæmdi í dag sautján ára stúlku í sex ára fangelsi fyrir hryðjuverkabrot.

Stúlkan hafði ætlað sér að gera sprengjuárásir í tveimur skólum á Kaupmannahafnarsvæðinu fyrir tveimur árum síðan þegar hún var fimmtán ára að aldri.

Skólanir sem um ræðir voru annars vegar Sydskolen í Fårevejle, þar sem hún stundaði sjálf nám, og svo Carolineskolen í Kaupmannahöfn sem ætlaður er fyrir gyðinga.

Stúlkan var handtekin í bænum Kundby í janúar á síðasta ári. Þar fundust leiðbeiningar um sprengjugerð og önnur gögn þar sem orðið „jihad“ kom ítrekað fyrir. Þá hafði hún verið í sambandi við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS á samfélagsmiðlum.

Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku á síðustu mánuðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×