Erlent

Chibok-stúlkurnar sameinast fjölskyldum sínum

Kjartan Kjartansson skrifar
Nokkrar stúlknanna 82 með bros á vör eftir að þeim var sleppt úr haldi Boko Haram.
Nokkrar stúlknanna 82 með bros á vör eftir að þeim var sleppt úr haldi Boko Haram. Vísir/EPA
Stúlkurnar 82 sem var nýlega sleppt úr haldi Boko Haram-skæruliðasamtakanna í Nígeríu hafa sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þær voru hluti af stærri hóp stúlkna sem var rænt úr skóla í þorpinu Chibok fyrir þremur árum.

Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að foreldrar stúlknanna, sem var sleppt fyrir tveimur vikum, hafi ferðast með rútu í gegnum nóttina til að hitta dætur sínar aftur í höfuðborginni Abuja. Mikil fögnuður og gleði hafi ríkt á endurfundunum.

Alls rændu liðsmenn Boko Haram 276 stúlkum í Chibok í apríl 2014. Þessum 82 var sleppt í skiptum fyrir fimm liðsmenn samtakanna. Tuttugu og einni stúlku hafði áður verið sleppt í október.

Enn eru fleiri en hundrað stúlkur frá Chibok í haldi Boko Haram. Í heildina hafa liðsmenn samtakanna numið þúsundir stúlkna á brott í Nígeríu.


Tengdar fréttir

Slapp úr haldi Boko Haram með ungabarn

Ein hinna rúmlega 270 stúlkna sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram rændu úr bænum Chibok í Nígeríu árið 2014 fannst í dag.

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×