Erlent

Talíbanar myrtu þýska konu í árás á sænskt gistiheimili

Anton Egilsson skrifar
Frá Kabúl, höfuðborg Afganistans.
Frá Kabúl, höfuðborg Afganistans. Vísir/getty
Vopnaðir talíbanar réðust inn á gistiheimili í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi og myrtu þar þýska konu. Þá er finnskrar konu saknað en talið er að hún hafi verið numin á brott af árásarmönnunum. BBC greinir frá.

Gistheimilið sem um ræðir er rekið af sænsku samtökunum Operation Mercy. Yfirstjórn samtakanna hefur ekki tjáð sig um árásina. Najib Danish, talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistan, hefur staðfest að allir sem staddir voru á gistiheimilinu þegar árásin var gerð hafi verið starfsmenn þess.

Í annarri árás í suðurhluta Afganistan í gærkvöldi réðst hópur talíbanar á eftirlitsstöð lögreglu og létu 20 lögreglumenn lífið.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×