Erlent

Upplýsa fæst morðanna

Skortur er á rannsóknarlögreglumönnum í Malmö í Svíþjóð.
Skortur er á rannsóknarlögreglumönnum í Malmö í Svíþjóð. vísir/afp
Lögreglustjórinn í Malmö í Svíþjóð segir lögregluembættið þurfa 150 til 200 rannsóknarlögreglumenn til viðbótar. Nú er útlit fyrir að einungis takist að upplýsa þrjú af þeim 11 morðum sem framin voru í borginni í fyrra.

Lögreglustjórinn, Carina Persson, segir lögregluna leggja sig alla fram. Mörg morðanna í fyrra hafi hins vegar verið framin af glæpagengjum.

Nýs skipulags er að vænta á svæðinu. Í því er gert ráð fyrir fleiri rannsóknarlögreglumönnum í Malmö og svæðinu þar í kring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×