Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:36 Njarðvíkingarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa unnið tvo leiki í röð í Bónus deild karla. vísir/anton Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur eftir sigurinn á Ármanni, 99-75, í kvöld. Hann viðurkenndi að það hafi verið snúið að undirbúa liðið fyrir leikinn eftir áfall síðustu viku, þegar Mario Matasovic sleit krossband í hné. „Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum