
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars.

Krabbamein – standa allir jafnt að vígi?
Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein.

Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“
Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf.

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis
Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Landspítalinn tekur við rannsóknum helmings sýna í janúar
Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum upp úr áramótum en mun aðeins greina um helming allra íslenskra sýna fyrsta hálfa árið að minnsta kosti. Hinn helmingurinn verður greindur á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku.

Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna
Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt.

Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent
Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi.

Öryggi kvenna í óstöðugu heilbrigðiskerfi
Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar.

Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans
Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis.

Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif
Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða.

Biðtími krabbameinssjúklinga lengist
Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu.

Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein
Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis.

Greindist með eitilfrumukrabbamein
David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga
Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert.

„Þessi sjúkdómur er miskunnarlaus“
„Pabbi minn lést úr heilakrabbameini árið 2013 eftir mjög stutta baráttu. Þessi sjúkdómur miskunnarlaus og ég hvet alla til að fara til læknis ef minnsti grunur vaknar,“ segir hönnuðurinn Hlín Reykdal í samtali við Vísi.

Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna
Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum.

Segir gæðamálin komin í lag og búið sé að tryggja mönnun til lengri tíma
Tölvukerfið sem notað er við úrlestur brjóstamynda styður tvíblindan úrlestur og þá hefur Landspítalinn gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að gæðamál séu í lagi á Brjóstamiðstöðinni sem nú er starfrækt við Eiríksgötu.

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana
Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðherra kannast ekki við vandamál hjá Brjóstamiðstöðinni
Svandís Svavarsdóttir segist ekki hafa haft upplýsingar um að 1.400 konur bíði nú niðurstaða eftir brjóstamyndatöku í ágústmánuði. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mættu 280 af þeim konum í myndatöku vegna einkenna.

Ekkert lesið úr brjóstamyndum í ágúst: Íslensku læknarnir hættir og búið að semja við danskt fyrirtæki um úrlestur
Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði.