Skimun bjargar mannslífum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:01 Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skimun fyrir krabbameini Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Marsmánuði er ætlað að vekja almenning á alþjóðavísu til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í körlum sem vekur alltaf mikla athygli. Það var því viðeigandi að leggja fram á Alþingi fyrirspurn um framkvæmd skipulagðrar skimunar fyrir ristilkrabbameini og eiga orðastað við heilbrigðisráðherra í marsmánuði. Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Skipulögð hópleit eða skimun þýðir að öllum þegnum þjóðfélagsins á ákveðnu aldursbili er boðið að taka þátt í leit að krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að með skipulegri leit að ristilkrabbameini og forstigi þess hjá einkennalausum einstaklingum 50 ára og eldri er hægt að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins verulega. Forsaga málsins er löng Mikilvægt er að fara yfir forsögu málsins en málið má rekja aftur til 2002 á Alþingi en hefur þó lengur verið til umfjöllunar hjá heilbrigðisyfirvöldum. Árið 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga þingmanns Sjálfstæðisflokksins um skimun fyrir ristilkrabbameini. Úr því varð ekki – en málið var aftur tekið upp og samþykkt var þingsályktun árið 2007 og átti þáverandi heilbrigðisráðherra að undirbúa skimun sem hefjast átti árið 2008. Í krabbameinsáætlun sem framlengd var til 2030 kemur svo fram að skimun hafi átt að hefjast 2017. Í frétt frá árinu 2022 var sagt að skimun myndi hefjast í upphafi 2023. Það var í fyrra og enn er ekki skimunin hafin. Undirbúningur skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefur því verið í fullum gangi í yfir tvo áratugi. Vandasamt verk Fara þarf eftir ráðlögðum skimunarleiðbeiningum sérfræðinga og uppfylla þarf skilgreind gæðaviðmið og sömuleiðis verður að tryggja að tæknilegir innviðir séu til staðar. Þá þarf einnig að undirbúa alla framkvæmdarferla og semja við þjónustuveitendur, og tryggja fjármagn til framkvæmdarinnar, sem Alþingi ákveður með fjárlögum. En ég veit ekki til þess að framkvæmdin hafi staðið á Alþingi sem hefur í reynd tvívegis samþykkt þingsályktunartillögu til að reyna að hrinda af stað þessari framkvæmd. Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem hljóta að hafa verið teknar á þessum tíma. Ég fagna því að ráðherra lýsti því yfir að ekkert standi því í vegi að skimun geti hafist við lok þessa árs, en sporin hræða í þessum efnum. Það er fullt tilefni til að halda ráðherra vel við efnið og ég heiti því að ef ekki verði þetta komið til framkvæmda að ári þá mun ég leggja fram aðra samhljóða fyrirspurn á Alþingi. Dræm mæting veldur áhyggjum Reglubundin hópleit eftir krabbameini hefur sannað sig sem gríðarlega mikilvæg forvarnaraðgerð af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Það veldur mér miklum áhyggjum að aðeins helmingur þeirra kvenna sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimun. Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er svo mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Tilefni er því hér að ráðast í alvöru átak til að hvetja konur til að fara í skimun, jafnvel skoða kostnaðarþátttökuna, kynna á fleiri tungumálum en íslensku og skoða hvernig má ná betur til ólíkra hópa. Ég vona svo innilega að okkur takist að hífa upp þátttökuna og hefja reglubundna skimun á ristilkrabbameini. Því skimun getur bjargað mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun