StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar 6. mars 2025 12:31 Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélags Íslands, sem fer fram nú í marsmánuði, er mikilvægur viðburður sem hefur það að markmiði að vekja athygli á krabbameini hjá karlmönnum. Í ár er áherslan tengd lífsstíl og þróun krabbameina. Í Mottumars má segja að áhersla sé lögð á karlmenn líkt og áherslan er lögð á konur í Bleikum október. Í nýafstaðinni vitundarvakningu Krafts lögðum við áherslu almennt á ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og þau langtímaáhrif sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Hjá Krafti er hópur ungra karlmanna á aldrinum 18-40 ára sem hefur greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust 252 ungir karlmenn á aldrinum 20-39 ára með krabbamein en algengast var krabbamein í eistum og Hodkins. Þetta eru hópur ungra manna sem eiga allt lífið framundan og sem betur fer fjölgar lifendum hratt vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Krabbameinið og meðferðin við því geta hins vegar skilið eftir sig spor og þurfa margir að takast á við langvinnar aukaverkanir þrátt fyrir að læknast. Við vitum að þessi hópur mun stækka skv. tölfræði en gögnin spá til um að þriðji hver karlmaður mun greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt rannsókn Merck árið 2022 kom fram að karlmenn fara mun sjaldnar í forvarnarskoðanir en konur. Þetta getur leitt til seinkunar í greiningu og meðferð sem eykur hættuna á alvarlegum afleiðingum og því er til mikils að vinna að láta athuga sig strax ef einkenni finnast. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að hvetja karla til að deila reynslusögum sínum og opna umræðuna um krabbamein til þess að ýta undir að ef þeir finni fyrir einkennum, óháð aldri, að þeir drífi sig í skoðun. Við segjum stundum í Krafti að við séum í klúbbnum sem enginn vill vera í en okkar hlutverk er að veita ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum stuðning á þeim erfiðu tímum sem fylgja verkefninu sem krabbamein er. Ég vil sérstaklega hvetja stráka sem eru með krabbamein eða greinast með krabbamein að koma í Kraft og nýta okkar þjónustu. Við bjóðum m.a. uppá jafningastuðning, hagsmunagæslu, öfluga fræðslu, fjárhagslegan stuðning og samveru á jafningjagrunni t.d. í StrákaKraft hópnum okkar. Mottumars er góð áminning um að lífsstíll skiptir miklu máli varðandi krabbamein. Með því að leggja áherslu á forvarnir og huga að lífsstílnum þá getum við minnkað okkar áhættu á því að þurfa að glíma við krabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir lífsstíls til dæmis hreyfing, matarræði og áfengisneysla geta haft áhrif á líkurnar á því að greinast með krabbamein. Í tilefni af Mottumars munum við hjá Krafti halda Kröftuga strákastund þann 26. mars nk. Á viðburðinum munu nokkrir hugrakkir ungir menn sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur, deila sögum sínum. Markmiðið með viðburðinum er að karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur, hvort sem maki, sonur, faðir, bróðir, frændi, afi, vinur eða jafnvel samstarfsaðili, hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum. Auk þess viljum við opna umræðuna um krabbamein enn frekar og veita ungum karlmönnum innsýn í starfsemi Krafts. Viðburðinn má finna á Facebook síðu Krafts og hvetjum við ykkur til að taka daginn frá. Ítarleg dagskrá verður auglýst fljótlega á Facebook síðu Krafts og á kraftur.org. Það eru oft erfið spor að koma í fyrsta skipti í Kraft og á viðburði - ég veit það af eigin raun en ég get lofað því að við tökum vel á móti ykkur og aðstandendum! Höfundur er formaður Krafts. Kraftur er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun