Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. október 2024 13:33 Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun