Grikkland

Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands
Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi.

Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga
Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands.

Draga þurfi lærdóm af brottflutningi fatlaðs manns
Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans.

Vill bjóða Jóni í skoðunarferð til Grikklands
Haraldur Þorleifsson hefur boðist til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir dómsmálaráðherra ef hann fylgir honum til Grikklands að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi.

Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu
Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu.

Alvarlegar athugasemdir gerðar við að ráðherra hafi ekki mætt
Fulltrúar frá stoðdeild ríkislögreglustjóra sátu fyrir svörum um framkvæmd ákvarðana um fjöldabrottvísun á fundi allsherjar og menntamálanefndar í morgun. Fundurinn fór ekki eins og vonir margra nefndarmanna stóðu til en þeir höfðu vonast til þess að fulltrúi frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra kæmu fyrir nefndina til að sitja fyrir svörum um það verklag sem var viðhaft við umdeilda fjöldabrottvísun í síðustu viku.

Munu fljúga til Aþenu næsta sumar
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023.

Gríska stórleikkonan Irene Papas er látin
Gríska leikkonan Irene Papas, sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, er látin, 96 ára að aldri.

Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð
38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí.

Guðmundur Þórarinsson til Krítar
Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við OFI Crete á Krít í Grikklandi.

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical
Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Átta létust í flugslysi: „Auðvitað lifðu þau þetta ekki af“
Allir átta meðlimir áhafnar úkraínskrar Antonov An-12 fraktflugvélar sem hrapaði í Grikklandi í gær létust.

Fraktflutningavél með átta farþega hrapaði í Grikklandi
Fraktflutningavél á leiðinni frá Serbíu til Jórdaníu hrapaði í Grikklandi fyrr í kvöld. Átta manns voru um borð í vélinni þegar hún brotlenti.

Þyrla hrapaði er barist var við skógarelda í Grikklandi
Þyrla á vegum slökkviliðsins á eyjunni Samos í Grikkland hrapaði niður í Eyjahaf er unnið var að því að slökkva skógarelda á eyjunni. Fjórir voru í þyrlunni er hún hrapaði.

Undirbúningur brottvísana til Grikklands hafinn
Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að undirbúningur brottvísana flóttafólks úr landi sé hafinn.

Ný leikin mynd um Herkúles frá Disney
Guy Ritchie mun leikstýra nýrri leikinni mynd um Herkúles fyrir Disney sem á að byggja á söguþræði teiknimyndarinnar um gríska goðið frá 1997.

Örfá dæmi um að íslensk stjórnvöld hafi ekki nýtt sér Dyflinarreglugerðina
Fjöldi þeirra sem sótt hefur um alþjóðlega vernd í Evrópu hefur ekki verið meiri frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi var í algleymingi árið 2016. Þá hefur staða flóttafólks sjaldan verið jafn slæm. Stofnandi Solaris flóttamannasamtakanna telur að afnám Dyflinarreglugerðarinnar myndi bæta stöðu þess til muna.

Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands
Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag.

Tónlistargoðsögnin Vangelis látin
Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner.

„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“
Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast.

Fannst á lífi eftir 53 tíma um borð í logandi skipi
Einn af tólf farþegum sem saknað var eftir að eldur kviknaði um borð í farþegaskipi fannst á lífi í morgun, 53 klukkustundum eftir að eldurinn kviknaði. Björgunaraðilar vonast til þess að hinir séu einnig á lífi.

Tæplega þrjú hundruð í björgunarbátum eftir að kviknaði í ferju á Miðjarðarhafi
288 voru um borð í ferju, sem kviknaði í á leiðinni frá Grikklandi til Ítalíu í morgun. Gríska landhelgisgæslan segir að allir farþegar séu öryggir um borð í björgunarbátum.

Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn
Gríski myndlistarmaðurinn Alekos Fassianos er látinn 86 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu fyrir utan Aþenu í gær.

Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs
Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé.

Þrír bátar farist á þremur dögum í Grikklandi
Sextán eru látnir eftir þriðja slysið á jafnmörgum dögum í Eyjahafi. Bátur fórst í seint í gærdag undan ströndum Grikklands og hafa nú þrjátíu farendur látið lífið í Eyjahafi í vikunni. Áttatíu voru í bátnum sem fórst.

Öflugur skjálfti við Krít
Öflugur skjálfti varð suður af grísku eyjunni Krít í morgun. Skjálftinn mælist 5,9 að stærð og voru upptök hans um tuttugu kílómetra suðaustur af borginni Heraklion og á um tíu kílómetra dýpi. Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hafi verið 6,5 að stærð.

Höfundur tónlistar Grikkjans Zorba er fallinn frá
Gríska tónskálið Mikis Theodorakis, sem þekktastur er fyrir að hafa tónlist myndarinnar Grikkjans Zorba frá árinu 1964, er látið, 96 ára að aldri.

Sendiherrafrú dæmd fyrir „skepnulegt“ morð á eiginmanninum
Dómstóll í Brasilíu dæmdi þarlenda konu í 31 árs fangelsi fyrir að leggja á ráðin um morðið á eiginmanni sínum sem var sendiherra Grikklands í landinu. Dómari lýsti glæp konunnar og vitorðsmanna hennar sem „skepnulegum“.

Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu
Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið.

Biðst afsökunar á því að gróðureldarnir geisi enn
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur beðist afsökunar á að ekki hafi tekist að ráða niðurlögum skógarelda í landinu. Jafnvel þótt allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi standi til að kæfa eldana hafi það oft á tíðum ekki reynst nóg.