Viðskipti innlent

Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Icelandair hefur áður flogið í leiguflugi til Krítar en nú er í fyrsta sinn boðið upp á áætlunarflug þangað.
Icelandair hefur áður flogið í leiguflugi til Krítar en nú er í fyrsta sinn boðið upp á áætlunarflug þangað. Getty

Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít.

Icelandair hefur áður flogið í leiguflugi til Krítar en nú er í fyrsta sinn boðið upp á áætlunarflug þangað. Fyrsta flug er 26. maí 2023 og flogið verður út september.  Flugið er um 5 klukkustundir og 45 mínútur.

„Krít er stærst grísku eyjanna og fimmta stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Þar er að finna merkilegar fornminjar, fallegar strendur, tilkomumikið fjallalandslag og ríkulega matarmenningu,“ segir í tilkynningu.

„Krít er Íslendingum kunnur áfangastaður og þangað er margt að sækja, hvort sem er miðjarðarhafsstrendur, náttúra, saga eða grísk matargerð. Það er mjög spennandi að bæta Krít inn í alþjóðlega leiðakerfið okkar sem nær nú til 47 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. 

Eftir samþættingu Icelandair og ferðaskrifstofunnar Vita hafa skapast spennandi tækifæri eins og þessi til þess að efla leiðakerfið okkar og auka þjónustuna við viðskiptavini,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×