Bólusetningar

Fréttamynd

Bólusetning skiptir máli þegar Tuchel skoðar nýja leikmenn

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, er án tveggja miðjumanna á undirbúningstímabili Chelsea í Bandaríkjunum, þeirra N’Golo Kante og Ruben Loftus-Cheek, vegna þess að leikmennirnir eru ekki bólusettir fyrir Covid-19. Óbólusettir mega ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.

Innherji
Fréttamynd

Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí

Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health.

Innlent
Fréttamynd

Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar

Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri.

Erlent
Fréttamynd

Mikil aðsókn í opna húsið

Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við.

Innlent
Fréttamynd

Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma

Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný.

Innlent
Fréttamynd

Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd

Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn.

Erlent
Fréttamynd

Vildi að bann yrði lagt við bólu­setningu barns síns

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Ógnvekjandi fjölgun mislingatilfella í heiminum

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), lýsa yfir áhyggjum af mikilli fjölgun mislingatilfella á heimsvísu á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, um 79 prósent miðað við sama tíma fyrir ári. Það sé til marks um aukna hættu á faröldrum annarra sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningum. Kjöraðstæður kunni að hafa myndast fyrir slíkt.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga

Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

„Það eru margir veikir, með hita, hósta og kvef“

Töluvert margir hafa leitað á heilsugæsluna undanfarnar vikur með inflúensu, að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa börn greinst í miklum mæli og mikið álag er á Barnaspítala Hringsins.

Innlent
Fréttamynd

Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19

Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári.

Innlent
Fréttamynd

Dauðsföll af völdum Covid-19 nálgast sex milljónir

Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú við það að ná sex milljóna markinu samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Faraldurinn er því enn ekki að baki þrátt fyrir að samkomutakmarkanir heyri nú söginni til víða.

Erlent
Fréttamynd

Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar

Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Bólusetning virðist vernda gegn langvinnu Covid

Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands hefur yfirfarið fjölda breskra og alþjóðlegra rannsókna um áhrif bóluefna á svokölluðu langvinnu Covid og komist að þeirri niðurstöðu að bólusetning virðist veita ákveðna vörn. 

Erlent