Kosningar 2013 Skoðun

Fréttamynd

Takk

Stjórnarflokkarnir hefðu getað gert betur. Vafalítið gerðu þeir ýmis mistök á síðustu árum – en þeir verða ekki sakaðir um skort á góðum vilja, dugnaði eða hugsjónum. Kannski voru stærstu mistök þeirra að ætla sér of mikið á of skömmum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Raunverulegir hagsmunir heimilanna

Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál?

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum fjölbreytt atvinnulíf!

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG hefur lagt sig fram um að styðja fjölbreytni í atvinnulífinu með áherslu á stóraukinn stuðning við nýsköpun og vaxtargreinar í samfélaginu. Það er mikil breyting frá því sem áður var þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lögðu ofuráherslu á uppbyggingu stóriðju, en létu aðrar atvinnugreinar mæta afgangi.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðugleika strax!

Við verðum að setja efnahagslegan stöðugleika í öndvegi. Við getum ekki haldið áfram með hina endalausu hringrás milli bólu og kreppu. Við verðum að marka nýja leið, sem skapar okkur öllum betri lífskjör. Við höldum hvorki í okkar bestu fyrirtæki né okkar besta fólk með sama áframhaldi. Brýnasta verkefnið er að verja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum ekki verið leiksoppar lánardrottna um ókomna tíð. Þess vegna teljum við að ábyrgð í ríkisfjármálum skipti öllu máli. Við verðum að hætta að safna skuldum og hætta að borga 90 milljarða í vexti á hverju ári.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn spillir samningsstöðu Íslands

Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin langa?

Þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur fátt eitt gerst í skuldamálum heimilanna í landinu á þessu kjörtímabili. Milljarða stofnunum hefur að vísu verið komið á fót til þess að vinna að þessum málum. Árangurinn hefur hins vegar verið afskaplega rýr, þó kostnaður stofnananna hafi vaxið. Þær skuldir sem lækkað hafa hjá almenningi má að langmestu leyti rekja til dómanna um ólöglegu gengislánin og hafði ekkert með stjórnvaldsaðgerðir að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Oddný á skautum

Oddný reynir enn að réttlæta þá ákvörðun að útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá Klettaskóla og nú með því að dásama hversu vel borgin hefur staðið sig í fjárveitingum til málefna fatlaðra. Ekkert í grein hennar þann 17.04. útskýrir hvers vegna þroskahömluð börn mega ekki ganga í sérskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttinda-Ögmundur

Þegar vinstri stjórnin tók við hafði ráðherra í ráðuneyti dómsmála verið hægri maður sleitulaust frá 1989. Það er langur tími til að hafa tækifæri til að beita valdi sínu til góðra verka. Það var þó ekki fyrr en vinstri maðurinn Ögmundur Jónasson varð ráðherra sem mannréttindi voru sett á oddinn í ráðuneytinu. Að sinna mannréttindamálum varð hluti af skilgreindu hlutverki ráðuneytisins. Úr varð dóms- og mannréttindamálaráðuneyti. Heitið var táknrænt fyrir að vera ekki bara ráðuneyti kerfisins heldur líka fólksins. Síðar á kjörtímabilinu voru þessi málefni færð með samgöngumálum undir hatt núverandi innanríkisráðuneytis.

Skoðun
Fréttamynd

Fagmennska í þágu lýðræðis

Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um vantraust á stjórnmálamönnum og að traust þjóðarinnar á Alþingi sé í sögulegu lágmarki, enda fari mestur tími þeirra í karp um aukaatriði og eiginhagsmuna- og kjördæmapot. Það er margt til í því og full ástæða til að taka þessa gagnrýni mun alvarlegar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessa neikvæðu umræðu um stjórnmál og Alþingi hefur það komið mér, sem aldrei hefur komið nálægt stjórnmálum fyrr en nú, notalega á óvart hvað fólk er gríðarlega jákvætt og áhugasamt gagnvart því. Þótt það sé stundum ansi dómhart í garð stjórnmálamanna, tali um að þeir séu nú óttaleg viðrini og himpigimpi, hefur það í raun tröllatrú á lýðræðinu og langar greinilega til að stokka málin upp á Alþingi, öðlast nýja von.

Skoðun
Fréttamynd

Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt

Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska Borgen

Þegar þessi grein er skrifuð eru tíu dagar til kosninga og síðustu vikur hafa fréttir um stjórnmál dunið linnulaust á okkur, sem sjálfsagt eiga að fræða almenning um pólitíkina.

Skoðun
Fréttamynd

Innihaldsríkt samstarf skóla og heimila

Um þessar mundir eru 30 ár síðan foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík stofnuðu með sér samtök, SAMFOK, með það m.a. að markmiði að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. Á stofnárinu 1983 var grunnskólinn rekinn af ríkinu og samstarf skóla og heimila var í þeim formlegu skorðum sem það hafði verið áratugum saman. Skólinn sá um námið og foreldrarnir um uppeldið. Heimanámið var brúin á milli og foreldrafundir voru einu sinni til tvisvar á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Brettum upp ermar í umgengni við náttúruna!

Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál!

Skoðun
Fréttamynd

Aðildarviðræðurnar eru á dagskrá

Evrópa er á dagskrá í komandi kosningum. Aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) njóta stuðnings meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. Ef þjóðin kýs að sjá samningstillögu og taka síðan afstöðu til hennar er nauðsynlegt að veita þeim flokkum brautargengi sem ekki vilja hindra framgang þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Aukum ráðstöfunartekjur heimilanna

Kosningarnar í lok apríl snúast um hvernig hægt verður að bæta lífskjör fólks í landinu. Brýnustu verkefnin þar eru að taka á skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þó að ágætis samstaða virðist vera um hvert markmiðið er mun í kosningabaráttunni fram undan verða tekist á um hver sé rétta leiðin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram raunhæfar tillögur sem munu bera árangur og sem hægt er að hrinda í framkvæmd strax.

Skoðun
Fréttamynd

Jón eða séra Jón

Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: "Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“

Skoðun
Fréttamynd

Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra

Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir.

Skoðun
Fréttamynd

Bullið í Oddnýju

Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja.

Skoðun
Fréttamynd

Frá Rómaveldi til Reykjavíkur

Saga Rómaveldis einkennist af dugnaði og útsjónarsemi en þar fór oft saman ágirnd, ofríki, svik, undirferli, mútur og spilling. Barátta Grakkusarbræðra fyrir meiri jöfnuði og betri samfélagsháttum meðal Rómverja fyrir um 2.150 árum bar lítinn árangur. Aukin auðsöfnun og stríðástand í samfélaginu varð smám saman megineinkenni samfélagsins. Smábændur flosnuðu upp, landeigendur keyptu við smánarverði jarðir þeirra og þeir hófu stórtæka landbúnaðarframleiðslu með þrælahaldi eða mjög ódýru vinnuafli. Smábændur og annað lágstéttarfólk flykktist til Rómar. Þegar valdið færðist saman í Rómaveldi í færri hendur þá var aðferðin þessi: þrír menn gerðu með sér samkomulag um að styðja hver annan: herforingi, auðmaður og valdamaður í þinginu. Þannig komst Sesar til valda með styrk tveggja annarra og síðar frændi hans Oktavius sem tók sér upp nafnið Ágústus sem fyrsti keisarinn.

Skoðun
Fréttamynd

Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið

Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Með Evrópu á heilanum

Það verður oft nokkuð háfleygt og fjarlægt, allt talið með og á móti aðild að Evrópusambandinu – fyrir utan allt ruglið og nöldrið. Jamm, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur í raun og veru bent á neina aðra en að tengjast evrunni og taka hana svo upp. Jamm, fullveldisdeiling bæði í EES og ESB er ekkert áhlaupaverk, og þar má ekki rasa um ráð fram. Sjávarútvegsmálin, landbúnaðurinn, byggðirnar, fjármálamarkaðirnir o.s.frv. o.s.frv. En hvað kemur þetta venjulegu fólki við í daglegu brauðstriti og amstri – vandanum við að ná endum saman um næstu mánaðamót?

Skoðun
Fréttamynd

Almannahagsmunir í öndvegi

„Þegar við búum við það að sömu valdhafarnir, sama fólkið, situr á valdastóli í marga áratugi, og er þarna greinilega til að tryggja sína hagsmuni, og menn treysta því ekki lengur að þeir séu að vinna að almannahag, þá er ekki við góðu að búast.“

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnarskráin er enn á floti

Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl.

Skoðun
Fréttamynd

Stóraukinn stuðningur við leigjendur

Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.

Skoðun
Fréttamynd

Menntun í síbreytilegu samfélagi

Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum.

Skoðun
Fréttamynd

Skuldir í dag eru skattar á morgun

Helsta auðlind Íslands er þjóðin sjálf. Öfugt við gömlu Evrópu, þar sem fleiri verða á eftirlaunum árið 2020 en vinna, er íslenska þjóðin enn að vaxa og dafna og vinnusemi landsmanna er mikil. Framtíðin stendur og fellur með því hvort svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Margrét Thatcher, konur og við hin

Kvenkyns stjórnendur eru með 188 þúsund krónum lægri laun en karlar samkvæmt launakönnun Hagstofu Íslands. Vinnutíminn er svipaður, segir í könnuninni, en samt fá karlarnir 964 þúsund að meðaltali á mánuði en konurnar 745 þúsund. Þetta er hinn svokallaði óútskýrði launamunur sem okkur gengur hægt að útrýma þrátt fyrir góð fyrirheit.

Fastir pennar