Sif Sigmarsdóttir

Fréttamynd

Tíu hlutir sem kosta 80 milljarða

"Ég borga glaður skatta,“ sagði Oliver Wendell Holmes, þaulsetnasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna og einn sá virtasti. "Fyrir þá kaupi ég siðmenningu.“ Ég hef löngum verið sammála þessum orðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að fæða barn í gegnum eyrun

Ekki láta þér bregða, kæri lesandi, þótt þessi skrif fari einhvers staðar út af sporinu. Þótt talið færist skyndilega að syngjandi regnbogum og dansandi einhyrningunum – eða eru það sebrahestar sem eru ekki til í alvörunni? Allavega. Skiptir ekki máli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friðurinn og fegurðardrottningarnar

Þegar bikiníklæddar fegurðardrottningar eru spurðar í fegurðarsamkeppnum hvers þær óski sér helst í heimi hér hefur löngum tíðkast að svarið sé: friður á jörðu. Uppskera þær jafnan hressilegt lófaklapp fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

„I'll be back“

Pistlaskrif mín á þessari leiðaraopnu byggjast á þeirri hugmynd að fátt skipti meira máli en stjórnmál. Er það starf mitt að velta upp og svara mikilvægum spurningum á borð við: Hvað er grænna en íslenskur torfbær?

Fastir pennar
Fréttamynd

Neró á fiðlunni, Ritz-kex í skálinni

Árið er 1922. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Gjaldeyriskreppa er allsráðandi hér á landi með tilheyrandi óstöðugleika. Sala léttvíns er leyfð eftir sjö ára áfengisbann því Spánverjar hóta að hætta að kaupa af Íslendingum saltaðan þorsk kaupum við ekki af þeim vín.

Fastir pennar
Fréttamynd

Apar í fyrirmyndarríki Framsóknarflokksins

Ég ætlaði að láta mér nægja að lesa káputextann. Gengu leshringir hvort eð er ekki aðeins út á að drekka hvítvín? En svo frétti ég að ein af konunum í leshringnum mæður-sem-berjast-gegn-heilahrörnun-sökum-of-mikillar-snertingar-við-heimalagað-barnamauk-og-þroskaleikföng sem er starfræktur hér í London

Fastir pennar
Fréttamynd

Ég dáist að ríkisstjórninni

Í alvöru. Ég dáist að ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð, sem grætur í nýlegri grein í Morgunblaðinu að hann hafi ekki fengið lengri hveitibrauðsdaga í starfi, hefur rétt fyrir sér. „Loftárásir“ fjölmiðla og stjórnarandstöðu hafa valdið því að flestum hefur yfirsést hve einstök nýja ríkisstjórnin er.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Hættið að geraða“

Þegar ég fór í starfskynningu á Morgunblaðið í 10. bekk og skartaði dragtarjakka af mömmu og hátíðlegri svip en páfinn á jólunum sá ég fyrir mér framtíð fulla af ábúðarfullum skrifum um hluti eins og verðbólgu, stýrivexti og aflaheimildir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heitir rassar og hárlaus höfuð

Eftirfarandi viðbrögð hefur skemmtikraftur líklega aldrei þurft að heyra eftir að viðskiptavinur spyr hann hvað hann rukki fyrir vinnu sína: "Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum aðeins nokkrir aumingjans frímúrarar að halda árshátíð og okkur vantar bara einhvern til að segja örfáa brandara milli kuflatískusýningarinnar og kynningarinnar á nýja leynilega handabandinu okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Brauðmolum kastað inn í framtíðina

"Sagan mun fara um mig mjúkum höndum því ég hyggst skrifa hana sjálfur.“ Tilvitnun þessi, sem gjarnan er eignuð Winston Churchill, virðist mörgum mektarmönnum hugleikin nú í umróti eftirhrunsáranna.

Skoðun
Fréttamynd

Játningar kjósanda

Ég hef sjaldan látið góða tískubólu fram hjá mér fara. Ég fékk mömmu til að klippa á mig tjásutopp eins og Eiríkur Hauksson var með daginn eftir að Gleðibankinn sigraði undankeppni Júróvisjón.

Fastir pennar
Fréttamynd

Útópía Sigmundar Davíðs og ESB

28. febrúar, 1998: Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækni sem heldur því fram að samband sé milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Í Bretlandi grípur um sig skelfing. Foreldrar neita að láta bólusetja börn sín. Niðurstöður rannsóknarinnar reynast falsaðar. Enn halda sig þó margir frá hvers konar bólusetningum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Latte-listinn: Gegn óforskömmuðu kjördæmapoti

Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann "borgarsveitalubba“ og fullyrti að þar færi "einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur“. Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni.

Skoðun
Fréttamynd

Átt þú 750 þúsund kall á lausu?

Sprotafyrirtæki eru eins og smábörn. Pólitíkusar keppast við að faðma þau í kosningaherferðum, hjúfra sig þétt upp að þeim sé blaðaljósmyndari nálægur og hampa þeim á tyllidögum með stórum orðum um að þar fari framtíðin sem hlúa verði að.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannvonska dulbúin sem mannúð

„Frelsið skiptir máli, að geta haft þá tilfinningu að maður geti vaknað á morgnana og gert hvað sem mann lystir ef gangi maður ekki á rétt annarra." Svo komst Katrín Jakobsdóttir, nýkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, að máli í hreint afbragðsgóðri ræðu sem hún hélt á landsfundi flokksins sem fram fór um helgina. Með nýjum formanni blása ferskir vindar um vinstri græn og af umræðum um fundinn í fjölmiðlum að dæma virðast þeir auk þess hafa feykt „órólegu deild" flokksins lengst út á hafsjó þar sem hróp þeirra og köll drukkna í öldugný.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ert þú frekja?

Ekki er ólíklegt að þeir sem fylgdust með fjölmiðlum í síðustu viku hafi hrist höfuðið vankaðir og velt fyrir sér hvort möguleiki væri á að þeir hefðu vaknað upp á vitlausri öld. Ljósmynd sem birtist með frétt á ruv.is um fund um Evrópusambandið með formönnum og forystumönnum helstu stjórnmálaflokkanna fór víða á veraldarvefnum. Þar sáust sitja við langborð sex

Fastir pennar
Fréttamynd

Ef keisarinn er ekki í neinum fötum…

Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft.

Skoðun
Fréttamynd

Hetjur kastljóssins

"Svo virðist sem starfstitli mínum hafi verið ruglað saman við eitthvað annað – það má segja að ég sé fórnarlamb fávisku.“

Skoðun
Fréttamynd

Ef amma væri að lesa

Snemma dags þann 7. júní árið 2000 sat ég við morgunverðarborðið heima hjá mér með skæri á lofti og beið þess að Morgunblaðið dytti inn um póstlúguna. Daginn áður hafði ég hafið störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Blaðamennsku hafði ég lengi séð í hillingum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innlendir vendipunktar 2012: „Sá heimskulegi vani“

Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólabón til Jóns Gnarr

Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. "Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn."

Skoðun
Fréttamynd

Berir leggir og upphafning fávísinnar

Ég var stödd á hótelherbergi í útlöndum um helgina. Ég átti afmæli svo þegar kom að því að fara út í "dinner“ hugðist ég vanda til andlitsfarðans og lagningarinnar. Birtan á baðherberginu var dauf og ég sá illa til þar sem ég sparslaði burt árin. Ég kveikti því á flúrljósi fyrir ofan spegilinn. Hrá lýsing og ískaldur afmælis-bömmer helltust yfir mig. Í hárrótinni spruttu gráir nýgræðingar. Ég flýtti mér að slökkva ljósið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tásurnar á Michelle Obama

Glaðvær jólatónlist hljómar í bakgrunninum. Um sjónvarpsskjáinn þeytist móðir í jólahreingerningum með kúst í hendi og örvæntingu í augum. Það bætist í skæran bjölluhljóminn þegar mamman brýst í gegnum hríðarbyl út í búð. Snjóbarin snýr hún heim til að pakka inn jólagjöfunum og elda jólamatinn. Þýður englakór leysir bjöllurnar af hólmi. Jólin renna upp. Til borðs situr restin af fjölskyldunni. Pabbinn hámar í sig kræsingarnar og börnin rífa upp gjafirnar. Mamman strýkur sér um ennið og lætur sig falla niður á eldhúskoll.

Fastir pennar
Fréttamynd

„Þessi svokallaða sprengja“

Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúnaunglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýársfögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einbýlishús Svarthöfða

Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreðjar Sjálfstæðisflokksins

Hver skaut JFK? Gekk maðurinn í alvörunni á tunglinu? Hver stóð í raun og veru fyrir árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Þeir eru þó fáir sem leggja trú á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað?

Bakþankar