Norðausturkjördæmi

Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi
Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum.

Gangan er hálfnuð
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra.

Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur
Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans.

Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig?
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum.

Fjórar konur á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins mun leiða listann áfram í kjördæminu en þetta er þá annað kjörtímabilið sem hann leiðir lista flokksins í kjördæminu.

Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi
Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi.

„Fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið“
Njáll Trausti Friðbertsson hafði öruggan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í Suðurkjördæmi. Oddvitarnir ætla sér báðir að ná fleiri mönnum á þing nú en í síðustu alþingiskosningum.

Gauti mun ekki þiggja þriðja sætið
Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings, mun ekki þiggja þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.

Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag
Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér.

Kosningaórói Njáls Trausta
Ekki hafa margir Alþingismenn orðið á vegi íbúa Austurlands undanfarið og ef ekki hefðu komið til hörmungarnar á Seyðisfirði hefði enn minna sést til þeirra á svæðinu en ella.

Ágústa vill þriðja til fimmta sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjárbóndi og ferðaþjónustueigandi hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-5. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Að lesa landið
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær.

Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi birtur
Viðreisn hefur kynnt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi.

Framboðslisti Framsóknar í Norðausturkjördæmi liggur fyrir
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur í kvöld. Prófkjör hafði áður farið fram um efstu sex sæti listans og gerði kjörstjórn tillögu um önnur sæti listans í samræmi við reglur flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn. Listinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á aukakjördæmisþingi KFNA.

Fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar leiðir lista Viðreisnar
Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.

Ingibjörg Ólöf í fyrsta sæti og Líneik Anna í öðru
Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar, hlaut flest atkvæði í forvali Framsóknarmanna í Norðausturkjödæmi og mun leiða lista flokksins í næstu kosningum. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður hafnaði í öðru sæti, en hún sóttist eftir oddvitasæti.

Formaðurinn leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í kvöld. Logi Einarsson, formaður flokksins, leiðir listann sem er sagður hafa verið samþykktur samhljóða.

Að rjúfa stöðnun á húsnæðismarkaði
Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun.