Jólafréttir

Fréttamynd

Jólabarn allt árið

Elín Marta Ásgeirsdóttir er eitt mesta jólabarn á Íslandi. Hún hlustar á jólatónlist í marga mánuði og telur niður dagana til jóla. Það var auðvitað hún sem stofnaði Facebook-hópinn Jólabörn.

Lífið
Fréttamynd

Jólatónleikar Fíladelfíu

Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu verða í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi á aðfangadagskvöld klukkan 23. Tónleikarnir voru haldnir í byrjun desember en þeir eru orðnir hluti af jólahaldi margra.

Innlent
Fréttamynd

Gleðileg jól í ljósadýrð

Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn mælir með því að opna jólagjafirnar á jóladag

Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta jólaveisla Hjálpræðishersins hingað til

Gert er ráð fyrir að yfir þrjú hundruð manns komi á árlegan jólafögnuð Hjálpræðishersins í Ráðhúsi Reykjavíkur sídegis í dag, en það verður stærsta jólaveisla sem Hjálpræðisherinn hefur haldið hingað til. Skipuleggjandi segir metfjölda barna væntanlegan.

Innlent
Fréttamynd

Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu

Sölubann á rjúpu hefur borið mikinn árangur, að mati Skotvís. Langflestir veiðimenn virða þær reglur sem settar hafa verið til að vernda stofninn þó enn þá finnist svartir sauðir í hópi veiðimanna. Rjúpur eru seldar á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Kertasníkir kom til byggða í nótt

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum þótti góð tólgarkerti og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.

Jól
Fréttamynd

Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 23. desember

Það er hefð á mörgum heimilum að skreyta ekki jólatréð fyrr en á Þorláksmessu, á afmælisdaginn hans Hurðaskellis. Systkinunum þykir því tilvalið að nýta daginn í dag til að búa til fallegar jólakúlur sem hægt er að hengja á jólatréð.

Jól
Fréttamynd

Ketkrókur kom til byggða í nótt

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.

Jól
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.