Brexit

Fréttamynd

May greinir frá starfslokum sínum

Búist er við því að Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynni samstarfsmönnum sínum um hvenær hún ætli sér að láta af embætti forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Farage og félagar á feikimiklu flugi

Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþings­kosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið.

Erlent
Fréttamynd

36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May

Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May.

Erlent
Fréttamynd

Sleit viðræðum við May um Brexit

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið.

Erlent
Fréttamynd

May útskýrir leiðtogaval í júní

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki.

Erlent
Fréttamynd

Blússandi sigling á Farage

Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþings­kosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins kallar eftir afsögn May

Kostir Íhaldsflokksins eru tveir eftir afhroð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í vikunni samkvæmt Ian Duncan Smith, fyrrverandi formanni flokksins. Kostirnir eru annars vegar að Theresa May segi af sér eða henni verði steypt úr stóli forsætisráðherra og formanns flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.