Efnahagsmál

Fréttamynd

Hag­aðilar, sam­heldni og sjálf­bærni

Yfirskrift 50. ársfundar Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum), sem fram fer þessa dagana í Davos í Sviss, er "Hagaðilar í þágu samheldni og sjálfbærs heims”.

Skoðun
Fréttamynd

„Menn geta ekki fengið allt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var nokkuð bjartsýnn á stöðuna í efnahagsmálum, þrátt fyrir að hægst hafi um í hagkerfinu, í ræðu sinni á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála

Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hallinn innan óvissusvigrúms

Ríkissjóður verður rekinn með tæplega tíu milljarða halla á næsta ári sé tekið mið af breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan í þinginu leggur fram fjölmargar tillögur til breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri

Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spáir hóflegri hagvexti

Fjármál Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir 1,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstofunnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 prósent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá.

Innlent