Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 18:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/Sigurjón Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira