Viðskipti innlent

Ferðalög Íslendinga taka við sér

Eiður Þór Árnason skrifar
Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga.
Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Getty

Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 

Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða.

Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi.

Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum.

Eyða meiru í byggingavöruverslunum

Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára.

Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019.

Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum.

Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur.

Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
1,07
9
213.687
ISB
0,65
15
26.418
REITIR
0,59
3
781
MAREL
0,48
27
627.766
SVN
0,4
2
62.127

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
9
71.794
SIMINN
-0,8
8
142.295
EIK
-0,78
2
1.905
HAGA
-0,7
5
221.858
ICESEA
-0,65
2
6.891
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.