Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 18. september 2021 20:00 Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Efnahagsmál Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun