Orkumál

Fréttamynd

„Það er ekkert hlustað“

Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Tími til að tengja?

Í rúm 17 ár hefur staðið til að bæta afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi með lagningu Suðurnesjalínu 2. Allt frá fyrsta degi hafa hlutaðeigandi sveitarfélög lagt áherslu á að nýjar háspennulínur verði lagðar í jörð enda óumdeilt að sú leið feli í sér minnst áhrif á landslag og ásýnd svæðisins. Svæðis

Skoðun
Fréttamynd

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Setja spurningar­merki við 5,5 milljarða króna arð­greiðslu OR

Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár.

Innherji
Fréttamynd

Ferða­menn fagna grænni orku­vinnslu

Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

Bilun í Nesjavallavirkjun

Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum nú síðdegis með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla í virkjuninni, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni, stöðvaðist.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til tuttugu milljarða arðgreiðslu

Afkoma ársins var sú besta í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VOR í lofti - orku­skipti og ra­f­elds­neyti

Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki Hvammsvirkjun!

Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Eignar­náms­ógn í samninga­við­ræðum við land­eig­endur við Þjórs­á

Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Já, samningarnir eru lög­legir

Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Innherji
Fréttamynd

Eru samningar Lands­virkjunar við land­eig­endur við Þjórs­á lög­legir?

Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif.

Skoðun