Orkunýlendan Ísland? Bjarni Jónsson skrifar 22. september 2024 08:01 Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Orkumál Vinstri græn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar