Við erum öll á raforkumarkaði Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. september 2024 10:00 Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum lengi búið við árangursríkt viðskiptafyrirkomulag á raforkumarkaði. Við höfum náð að reka 100% endurnýjanlegt kerfi með hámarksnýtingu, orkuöryggi almennings hefur verið tryggt og raforkuverð verið samkeppnishæft. Það er þó mikill ávinningur í að þróa viðskipti með raforku áfram. Slík þróun styður við möguleika kaupenda og seljenda til að eiga í viðskiptum og styrkir þar með samkeppni. Þróunin getur einnig leitt til enn betri nýtingar auðlindanna okkar. Verðmyndun verður skýrari og um leið fáum við aðgengi að upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir raforku og hvert markaðsverð hennar er. Við verðum að gæta þess vel að þróun raforkuviðskipta leiði ekki til þess að raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja verði ógnað. Raforkumarkaðir geta vissulega stutt við raforkuöryggi upp að vissu marki, en þeir tryggja það ekki. Við verðum að varast að glutra niður mörgum góðum ákvörðunum fyrri tíma sem byggja á eiginleikum íslenska kerfisins þar sem við höfum nýtt orkuauðlindirnar vatnsafl og jarðvarma. Mikilvægi fyrirsjáanleika Í kerfinu okkar er fyrirsjáanleikinn mikilvægur. Hann er grundvöllur þess að við höfum náð að reka kerfið okkar með einstaklega hagkvæmum hætti og góðri nýtingu. Fyrirsjáanleikinn eykur einnig afhendingaröryggi og skapar stöðugra verð en þekkist á öðrum mörkuðum. Raforkufyrirtækin á Íslandi eru á alþjóðlegum samkeppnismarkaði í sölu til stórnotenda og þar þurfum við í sífellu að huga að samkeppnisstöðu okkar. Í rekstri stórnotenda er fyrirsjáanleiki mikilvægur, alveg eins og hjá orkufyrirtækjunum. Og það er einmitt þarna sem orkufyrirtækin og stórnotendur hafa náð saman og því hefur fylgt mikil verðmætasköpun. Fyrir hvern er raforkumarkaður? Á markaði fyrir raforku eru nokkrir undirmarkaðir, t.d. smásölumarkaður, heildsölumarkaður og stórnotendamarkaður. Þeir eiga ýmislegt sameiginlegt en vissir eiginleikar og þarfir greina þá að. En raforkan er fyrir okkur öll og skiptir land og þjóð gríðarmiklu máli. Við erum öll þátttakendur á raforkumarkaði, t.d. þegar við kaupum raforku til heimilisins. Raforkumarkaðurinn, með alla sína undirmarkaði, leiðir til hagkvæmrar nýtingar auðlinda og aðfanga, myndar verð fyrir þessa vöru og þjónustu, stuðlar að samkeppni og hvetur til nýsköpunar. Þessir markaðir geta verið til hagsbóta fyrir okkur öll ef við höldum áfram að stíga réttu skrefin. Tryggjum orkuöryggi heimilanna Hvernig sem markaðir skipast þurfum við að gæta þess að tryggja raforkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Við eigum að leyfa markaðskröftunum að virka eins og mögulegt er og lágmarka inngripin. En raforka er nauðsynjavara fyrir heimili og ekki má vera rof í afhendingu til þeirra vegna þess að orkan er ekki einhverra hluta vegna til. Við eigum að tryggja að ekki komi til þess. Heimilin verða alltaf að hafa öruggt aðgengi að raforku. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun