Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson Skoðun Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir Skoðun Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir Skoðun Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir Skoðun Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kennarar alltaf í fríum og vilja semja sig frá kennslu! Kristjana Hrönn Árnadóttir skrifar Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling skrifar Skoðun Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Vegna ummæla borgarstjóra um kennara Rebekka Lind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kerfisbreytingar í skólakerfinu: Velferð barna í fyrirrúmi Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Opið bréf til ríkis- og borgarstjórnar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Afmælisboð 180 daga á ári og oft á dag Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Erindinu er lokið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar Skoðun Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Stefán Þ. Sigurðsson skrifar Skoðun Varði ekki viðsnúninginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sundlaugasóðar Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar Skoðun Til borgarstjóra Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Seigla, trú og geðheilbrigði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn í gúlaginu Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Þegar ballið er búið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Verðugir verðlaunahafar Stefán Pálsson skrifar Skoðun Atvinnurógur Kristófers um skemmtiferðaskipageirann Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar Skoðun Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfsmark Framsóknarflokksins í Grafarvogi Vignir Sverrisson skrifar Skoðun Ef heimurinn virkaði eins og hljómsveit Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að framtíð barnanna okkar, fjárfestum í kennurum Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir skrifar
Skoðun Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson skrifar
Skoðun Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Stefán Þ. Sigurðsson skrifar
Skoðun Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir,Magnús Sigfús Magnússon skrifar
Skoðun Við eigum að þakka Eflingu fyrir baráttu sína gegn launaþjófnaði Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Nýr flokkur – Nýr valkostur – Nýr veruleiki Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson,Kári Allansson Skoðun
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun
Satt og logið um vistheimilið að Varpholti/Laugalandi Ingjaldur Arnþórsson,Áslaug Herdís Brynjarsdóttir Skoðun