
Félagsmál

Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla.

Skiljum engan eftir
Eitt af stóru verkefnum okkar í borgarstjórn þessi misserin er að finna leiðir hvernig við sem samfélag getur farið sem best í gegnum þær hremmingar sem Kórónufaraldurinn hefur valdið.

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Bein útsending: Streita, heilsa og félagslegt samhengi - Hvernig höfum við áhrif?
Rannveig Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisdeild HR, fjallar um streitu, heilsu og félagslegt samhengi í þriðjudagsfyrirlestri Háskólans í Reykjavík og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf.

Sitthvað hafast þeir að
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%.

Kópavogsbær vanrækir lögbundnar skyldur í upplýsingagjöf til fatlaðs fólks
Þann 30. apríl síðastliðinn birtist frétt um það að velferðarráð Kópavogs telji brýnt að koma á fót hjúkrunarrýmum fyrir yngra fólk sem hefur slasast eða er alvarlega veikt.

Tvö smáhýsi fyrir heimilislausa í Skógarhlíð
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær nýja lóð á mörkum Hringbrautar og Skógarhlíðar fyrir tvö smáhýsi.

„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um.

Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta
Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta.

Situr uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað: „Við erum eiginlega í hálf vonlausri stöðu“
Hreyfihamlað fólk sem pantaði sérútbúin bíl um áramót situr nú uppi með eina og hálfa milljón í aukakostnað eftir fall krónunnar. Einn þeirra segist vera í vonlausri stöðu þar sem ekki er hægt að hætta við kaupin. Landssamband hreyfihamlaðra vill að ríkið aðstoði hópinn.

Hefur miklar áhyggjur af einangrun eldri innflytjenda
Sérstakar áhyggjur eru nú af stöðu eldri innflytjenda sem búa margir við léleg kjör og einangrun. Hópurinn telur yfir þrjú þúsund manns en dæmi eru um að fólkið fái aðeins 80 þúsund krónur á mánuði.

ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu
Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi.

Unnur skipuð forstjóri til fimm ára
Unnur Sverrisdóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Vinnumástofnunar til næsta fimm ára.

Eliza og Vigdís skrifuðu leyniskilaboð
Garður frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta var vettvangurinn þegar Mæðrablóminu, árlegu söfnunarátaki Mæðrastyrksnefndar fyrir tekjulágar konur sem vilja mennta sig, var hleypt af stokkunum.

Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum
Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins.

Fólkið sem má ekki hitta neinn
Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni.

Vinnumálastofnun nær ekki að greiða allt út á réttum tíma næstu mánaðamót
Forstjóri stofnunarinnar segir að allir komi þó til með að fá greitt, þrátt fyrir tafir.

Hvetja fólk til að leggja sparaðar aukakrónur í Varasjóð
Á allra vörum efnir til þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19.

Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana
Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

„Algjörlega sammála að mikilvægt sé að verja heimilin með sama hætti og fyrirtækin“
Það kom mörgum á óvart að hvergi var minnst á aðgerðir fyrir heimilin í aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í gær þrátt fyrir fyrirheit um það vikurnar á undan.

Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar
Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður.

Forgangsröðun í þágu fólks
Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar ætlar sér nú stærri hluti en nokkru sinni fyrr í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk.

Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu.

Falin fórnarlömb Covid
Það heyrist hins vegar minna af öðrum fórnarlömbum Covid-19.

Foreldrar áhyggjufullir yfir einmana ungmennum
Hitt húsið kannar hvort mögulegt sé að aðstoða fleiri ungmenni sem eru félagslega einangruð vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustunni. Verkefnastjóri segir að mun fleiri foreldrar hafi haft samband síðustu vikur en áður og lýst yfir áhyggjum vegna félagslegrar stöðu barna sinna.

Aðgerðir í þágu viðkvæmra hópa, fyrirtækja og einkarekinna fjölmiðla meðal annars til skoðunar í næsta aðgerðapakka
Stjórnvöld hafa lítið viljað gefa upp um hvað nákvæmlega muni felast í næsta aðgerðapakka sem til stendur að kynna á þriðjudaginn.

Þingmenn og ráðherra undir sömu lög og skerðingarákvæði og öryrkjar þurfa að sætta sig við
Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar um stöðu öryrkja.

Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík.

Fá fjölda símtala vegna sjálfsvígshugleiðinga um páskana
Píeta samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við bakið á aðstandendum, hefur merkt aukna aðsókn í símtalsúrræði sitt um páskana. Ákveðið var að hafa síma samtakanna opinn allan sólarhringinn yfir hátíðarnar.

Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum
Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra.