Þráinn Bertelsson

Fréttamynd

Fjallkarl handa Fjallkonunni

17. júní þegar ég var að alast upp sló út skrúðgöngurnar bæði fyrsta maí og á sjómannadaginn og dró að sér svo mikinn mannfjölda niður í miðbæ að þar voru saman komin fleiri andlit en maður hafði áður séð. Og skemmtiatriðin Þjóðsöngskórinn og dansleikur á malbiki á eftir voru stórkostir menningarviðburðir sem hafa geymst í glöpóttu minninu allt fram á þennan dag.

Bakþankar
Fréttamynd

Sigling við sólarlag

Hér áður fyrr dóu flestir á miðjum aldri með smalaprikið eða skörunginn í hendi án þess að hið opinbera þyrfti að hafa af þeim áhyggjur. Einstöku kerlingar voru þó lífseigar og voru kallaðar “ömmur”.

Bakþankar
Fréttamynd

Hver á að blása?

Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórn heilbrigðrar skynsemi

Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar.

Bakþankar
Fréttamynd

Eftir væntingarnar!

Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl!

Bakþankar
Fréttamynd

Glasapússarar og kosningaspá

Ég gladdist mjög og fylltist nýrri trú á stjórnmálamenn þegar ég frétti að ráðherra hefði lagt pólitíska framtíð sína í hættu við að hjálpa erlendri skólastúlku um flýtiafgreiðslu á ríkisborgara­rétti. Svona eiga stjórnmálamenn að vera.

Bakþankar
Fréttamynd

Bleikt ský eða bati?

Sagt er að fyrir alkóhólista sem langar að snúa frá villu síns vegar og ná góðum bata sé hollt að fara á 90 AA-fundi á 90 dögum. Í aðdraganda kosninga hegða flestir stjórnmálamenn sér samkvæmt þessari forskrift; þeir duglegustu ná allt upp í 180 fundum á 90 dögum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vor daglegi lestur

Fer lestur minnkandi? Varla. Aðeins helstu fyrirsagnir íslenskra netmiðla á hverjum morgni eru meira en 1000 orð. Fréttirnar amk. tíu sinnum lengri. Á einu ári samsvarar lengd helstu fyrirsagna á Netinu þremur skáldsögum sem væru hver um sig jafnlöng og Njála.

Bakþankar
Fréttamynd

88 og 300

Hafnfirðingar (fyrir utan álfa og huldufólk) eru 23.275 talsins og búa (eins og nafnið bendir til) í Hafnarfirði. Alcan er fjölþjóðlegt fyrirtæki með 53.000 starfsmenn í 41 landi. Hafnarfjarðar er fyrst getið í heimildum um 1400, þó er minnst á Hafnarfjörð í Landnámabók. Bjarni Sívertsen sem nefndur er faðir Hafnarfjarðar hóf að versla í Firðinum árið 1794. Alcan var stofnað rúmri öld síðar, árið 1902, sem kanadískt dótturfyrirtæki málmiðnaðarrisans Pittsburgh Reduction Company.

Bakþankar
Fréttamynd

Um trúarstyrk þjóðarinnar

Í nýstofnuðu lýðveldi dreymdi mig eins og fleiri ungmenni um að verða einhvern tímann milljónamæringur. Sá draumur hefur ræst en samt er ég alltaf jafnblankur. Draumar virðast hafa tilhneigingu til að rætast á annan hátt en maður gerir ráð fyrir.

Bakþankar
Fréttamynd

Neytandinn sem auðlind

Botnlaus viðskiptahalli þjóðarinnar bendir til þess að verðmætasta auðlind hennar, neytendastofninn, sé gróflega ofnýttur, enda hefur hvaða sótraftur sem er ótakmarkað veiðileyfi á hinn íslenska neytanda. Því væri skynsamlegt að koma hér á kerfi til að vernda neytandann og tryggja að ekki verði svo nærri honum gengið að hann og þjóðin öll verði gjaldþrota.

Bakþankar
Fréttamynd

Ótímabærar áhyggjur

Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð“. Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til.

Bakþankar
Fréttamynd

Hergagnaframleiðsla í dýraríkinu

Í síðustu viku bárust skuggalegar fréttir úr myrkviðum Senegals. Dýra- og mannfræðingar sem voru þar að njósna um lifnaðarhætti sjimpansa komust að því að þessir frændur okkar eru ekki jafnsaklausir og þeir vilja vera láta. Með földum myndavélum tókst vísindamönnunum að festa á filmu að það sem hingað til hefur verið talið saklaust föndur eða leikur með trjágreinar er í raun og veru stórfelld framleiðsla á hergögnum sem aparnir nota í árásarskyni.

Bakþankar
Fréttamynd

Í fréttum: Þetta helst ...

Alþingiskosningar nálgast. Þess vegna reyna fjölmiðlar og kjósendur eftir megni að fylgjast með og greina stöðu mála í þjóðfélaginu til að geta tekið yfirvegaða afstöðu á kjördegi. Á hinni ágætu netsíðu mbl.is er hægt að sjá hvaða fréttir vekja mesta athygli og má af því draga ýmsar ályktanir.

Bakþankar
Fréttamynd

Kosningaspá

Skoðanakannanir hafa þann augljósa galla að í þeim getur fólk aðeins látið upp afstöðu sína á því augnabliki sem spurningin er borin upp. Tiltölulega einfalt er að svara spurningu eins og: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk?“ Verra er að gefa rétt svar við spurningunni: „Hvort langar þig meira í kjöt eða fisk 12. maí næstkomandi?“

Bakþankar