Össur Skarphéðinsson

Fréttamynd

Sköpunarkraftur gegn kreppu

Jákvæða hliðin á kreppunni er að það er einsog hún hafi leyst fjötra af sköpunargleði Íslendinga. Nýjar hugmyndir vella fram úr háskólum, fyrirtækjum og bílskúrum einsog úr sjóðandi hver.

Skoðun
Fréttamynd

Sókn til nýrra starfa

Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli.

Skoðun
Fréttamynd

Vont skap Vinstri-grænna

Ríkisstjórnir sem koma ánægjulega á óvart eru yfirleitt stjórnir með mikinn innri styrk. Ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi í vikunni styrk sinn með ákvörðun um verulegar úrbætur í kjaramálum aldraðra og öryrkja um leið og hún birti einhug sinn í markvissri stefnu gegn hlýnun andrúmsloftsins. Íslenska sendinefndin á Bali í Indónesíu mun því tala skýrri röddu undir forystu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Helguvík í heimanmund

Í VG er hvergi jafn næm tilfinning fyrir æðaslætti samfélagsins og í fingurgómum félaga Ögmundar. VG hefði ekki tapað helmingi af fylginu, sem flokkurinn hafði náð upp úr áramótum, ef forystan hefði ekki ýtt honum til hliðar í kosningabaráttunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland færist nær Evrópu

Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leikhús fáránleikans

Flokksþing Framsóknar breytti ríkisstjórninni í einskonar leikhús fáránleikans. Siv Friðleifsdóttir hótaði stjórnarslitum féllist Sjálfstæðisflokkurinn ekki á að þjóðareign á sjávarauðlindinni yrði tryggð í stjórnarskránni – og sýndi þannig að hugsanlega býr hún yfir meiru en efnilegri fortíð. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því samstundis yfir að Framsókn væri að misnota stjórnarskrána til billegra atkvæðaveiða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitískar hreingerningar

Könnun Fréttablaðsins í gær sýndi eins og flestar kannanir síðustu mánaða að núverandi ríkisstjórn er töluvert fjarri því að halda velli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verkefni nýrrar ríkisstjórnar

Félagsleg velferð, efnahagslegur stöðugleiki og sterkt atvinnulíf, með þungri áherslu á menntun allra, eru grunngildin í stefnu okkar jafnaðarmanna. Í henni felst skýr valkostur við þá leið, sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðvörun til ríkisstjórnarinnar vegna RÚV

Breytingin sem felst í að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi mun leiða til málaferla vegna árekstrar við Evrópureglur um samkeppnismál. Harkalegt álit Samkeppniseftirlitsins beinlínis kallar eftir því að keppinautar RÚV hefji slíkt mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameinuð stjórnarandstaða

Spunahljóð feigðarinnar leikur um núverandi ríkisstjórn. Líkurnar á því að samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar haldi áfram að loknum þingkosningum fara þverrandi með viku hverri. Síðasta skoðanakönnun Gallup undirstrikaði þá staðreynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umskiptingar Framsóknar

Vingulsháttur og tilviljanakenndar stefnubreytingar Framsóknar, ekki síst í RÚV-málinu, eru ekki líklegar til að endurheimta tapað traust kjósenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn vill selja RÚV

Framsóknarflokkurinn gerði á sínum tíma einbeitta samþykkt gegn því að RÚV yrði gert að hlutafélagi. Flokkurinn óttaðist, einsog ég, að það yrði fyrsta skrefið að sölu. Framsókn snarsnérist svo í málinu - einsog í Írak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sundrung Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kemur lemstraður og blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar sáðu sigurvegarar til sundrungar sem líkleg er til að kalla fram langvinn átök einsog þau sem áratugum saman skóku flokkinn milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Í eftirleik prófkjörsins ganga harðar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð sem kunni að hafa ráðið úrslitum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurskoðun stjórnarskrárinnar

Margir virðast telja, og sumir vona, að ekkert komi út úr vinnu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég tel hins vegar að um ýmsa mikilvæga þætti sé vinnan það langt komin, að nefndin gæti sameinast um ýmsar mikilvægar og tímabærar breytingar, sem forsætisráðherra gæti lagt fyrir Alþingi í tæka tíð fyrir kosningar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þögn Sjálfstæðisflokksins

Á Alþingi vék Björn Bjarnason sér ítrekað undan því að svara hvort slík starfsemi hefði verið í gangi eftir 1991. Nú liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar í grein Þórs Whitehead um meint ólöglegt eftirlit með vinstri mönnum eftir lok kalda stríðsins. Hvers vegna óttast Sjálfstæðisflokkurinn að það verði rannsakað?

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins

Björn Bjarnason er því eini stjórnmálamaðurinn sem situr á Alþingi sem virðist um langt skeið hafa þekkt til hinnar „strangleynilegu öryggisþjónustu". Björn Bjarnason hlýtur því að upplýsa Alþingi hvernig starfsemi þessarar leynilegu, og líklega löglausu, starfsemi hefur verið háttað frá því kalda stríðinu lauk. Er hún ennþá starfandi, hvaða aðferðum beitir hún - og í krafti hvaða heimilda? Og hvers vegna þegja fjölmiðlarnir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Lækkum matarskattinn strax!

>Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?

Skoðun
Fréttamynd

Tröllin sem stálu kosningunum

Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað..

Skoðun
Fréttamynd

Fjórar leiðir um fjölmiðlun

Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins.

Skoðun