Fjórar leiðir um fjölmiðlun Össur Skarphéðinsson skrifar 21. júní 2004 00:01 Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samþjöppun eigendavalds - Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Mikil samþjöppun eigendavalds gæti í framtíðinni haft óæskileg áhrif á fjölbreytni í fjölmiðlun. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að í dag ríki góð fjölbreytni á markaðnum. Samfylkingin er sammála henni. Formaður nefndarinnar, Davíð Þór Björgvinsson prófessor, rammaði niðurstöðuna kyrfilega inn þegar hann sagði í sjónvarpsþætti 27. apríl að fjölbreytnin hefði aukist með tilkomu Fréttablaðsins og batnað enn frekar þegar "...DV kemur út með þeim krafti sem það er að gera þessa dagana og þegar að Íslenska útvarpsfélagið er að reka allar þessar útvarpsstöðvar..." Í ljósi niðurstöðu fjölmiðlanefndarinnar og ekki síst ofangreindrar ályktunar Davíðs Þórs taldi Samfylkingin algerlega tilefnislaust að Alþingi hrapaði að þeim ofbeldiskenndu geðþóttalögum sem forsætisráðherra knúði gegnum þingið með stuðningi Framsóknar. Harkalegasta aðferðin til að vinna gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar eigendavalds felst í að brjóta fjölmiðlafyrirtæki, einsog Norðurljós, upp með lögum. Forsætisráðherra valdi þá leið af því hann á í stríði við eigendur félagsins. Samfylkingin lagði hins vegar fram fjórar málefnalegar leiðir, sem samanlagt eru mun áhrifaríkari og mildari en hin íþyngjandi geðþóttalög forsætisráðherra. Fyrsta leið Samfylkingarinnar er að efla Ríkisútvarpið og losa það undan pólitísku oki. Útbreitt og vandað almenningsútvarp er besta tryggingin gegn því að samþjappað eigendavald á einkareknum fjölmiðlum leiði til fábreyttrar fjölmiðlunar. Í dag hefur Sjálfstæðisflokkurinn öll tögl og hagldir í stofnuninni og hefur raðað vildarmönnum sínum í helstu yfirmannastöður. Þessi ofurtök flokksins á Ríkisútvarpinu eru ígildi eigendavalds sem er miklu sterkara en eigendavald Baugs í Norðurljósum. Besta trygging gegn því að ofurtök eigendavalds gegnsýri fjölmiðla er því að skapa umhverfi þar sem vandað, samkeppnishæft almannaútvarp án flokkspólitískra ítaka veitir einkamiðlunum stöðugt aðhald. Önnur leið Samfylkingarinnar er að tryggja ritstjórnarlegt frelsi fréttastofa allra miðla gagnvart eigendavaldinu. Við höfum því lagt til á Alþingi að fjölmiðlar verði skyldaðir til að setja sér innri reglur sem tryggja sjálfstæði ritstjórna. Þetta verndar fréttamenn til dæmis gegn því að verða látnir gjalda þess að vinna fregnir gegn hagsmunum eigendanna. Evrópuráðið mælir sterklegast með þessari leið. Þriðja leið Samfylkingarinnar er að setja lög um að eignarhald á fjölmiðlum verði gagnsætt. Í því felst að almenningur eigi jafnan greiða leið að upplýsingum um hverjir eiga fjölmiðlana. Ástæðan er sú að engin lög, og alls ekki geðþóttalög forsætisráðherra, fela í sér fullkomna vörn gegn ítökum eigendavalds. Lesendur, og neytendur ljósvakamiðla, geta þá metið innihald og efnistök fjölmiðla, og þarmeð trúverðugleika þeirra, með hliðsjón af upplýsingum um hverjir eiga þá. Við lesum til dæmis Morgunblaðið með tilliti til hverjir eiga það og uppsetningu fregna, nafnlaus skrif Staksteina, og áherslur blaðsins metum við í ljósi þess. Fjórða leið Samfylkingarinnar er að efla eftirlit Samkeppnisstofnunar með fjölmiðlum. Stóreigandi að fjölmiðlum sem líka er umsvifamikill í óskyldum rekstri getur hugsanlega reynt að hygla fyrirtækjum sínum. Baugur og Norðurljós koma að sjálfsögðu upp í hugann þegar þessi möguleiki er nefndur. Slík misnotkun fæli í sér samkeppnishömlur sem lögum samkvæmt eru ólögmætar. Vökult eftirlit Samkeppnisstofnunar á að tryggja að slíkar samkeppnishömlur séu upprættar. Þessvegna hefur Samfylkingin lagt til að Samkeppnisstofnun verði stórlega efld og úrræðum hennar beitt af þrótti gegn óæskilegum áhrifum samþjappaðs eigendavalds í fjölmiðlum. Af óskiljanlegum ástæðum leggjast Sjálfstæðismenn gegn eflingu Samkeppnisstofnunar og sumir vilja beinlínis leggja hana niður. Þessar fjórar málefnalegu leiðir Samfylkingarinnar njóta allar blessunar Evrópuráðsins. Fjölmiðlanefnd ríkisstjórnarinnar mælti einnig með þeim öllum. Mestu skiptir þó sú staðreynd, að þær eru miklu mildari en um leið miklu áhrifaríkari en hin ofbeldisfullu geðþóttalög forsætisráðherrans.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun