Viðar Halldórsson

Fréttamynd

Sam­fé­lag sem týnir sjálfu sér

Samfélagið hefur villst af leið. Samfélag sem stjórnast af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum; samfélag sem leggur ofurkapp á hagræði og skilvirkni, og grefur undan lykilstofnunum sínum; samfélag sem þrýstir fólki í að eiga samskipti við og í gegnum skjái, á kostnað beinna samskipta hvert við annað; samfélag sem upphefur einstaklingshyggju og verðleikaræði, í stað samtakamáttar, samúðarskilnings og samhjálpar, er samfélag sem mun alltaf hola sig að innan og skilja íbúa þess eftir einangraðri, vansælli og viðkvæmari.

Skoðun
Fréttamynd

Er sér­stök hæfi­leika­mótun í barna- og ung­linga­í­þróttum góð hug­mynd?

Hæfileikamótun (e. talent development) er nýja tískuorðið í íþróttunum. Hugtakið vísar til íþróttaþjálfunar sem leitast við að reyna að hámarka hugsanlegan árangur einstaklinga í íþróttum með sértækri og markvissri þjálfun og umönnun. Hæfileikamótun er mjúkt og aðlaðandi hugtak sem virðist í fyrstu benda til rökréttrar leiðar til að hjálpa ungum iðkendum íþrótta að bæta eigin frammistöðu og ná árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eiga „rafíþróttir“ heima?

Í síðustu viku var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur – þvert á flokka - að vísa til menningar- íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar tillögu þess efnis að innleiða svokallaðar rafíþróttir í starf allra íþróttafélaga í Reykjavík. Þrjú íþróttafélög hafa þegar riðið á vaðið með slíka innleiðingu og mörg önnur hyggjast gera slíkt hið sama.

Skoðun