Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2025 10:00 Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vatn Vatnsvernd í Heiðmörk Heiðmörk Vatnsból Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun