
Björn Brynjúlfur Björnsson

Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög
Töluverð umræða hefur kviknað um húsnæðismál í kjölfar kvörtunar Viðskiptaráðs til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir ólögmætri ríkisaðstoð til húsnæðisfélaga. Í nýlegri grein sakar forseti ASÍ ráðið meðal annars um rangfærslur í málinu. Hér fylgja sex atriði sem svara þeirri gagnrýni og útskýra jafnframt hvað felst í kvörtuninni.

Slúbbertar í skjóli BSRB
BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað.

Opið hús fyrir útvalda
Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði.

Hve lengi tekur sjórinn við?
Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds.

Menntakerfi með ómarktækar einkunnir
Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk.

Sérréttindablinda BHM og BSRB
Í síðustu viku birti Viðskiptaráð úttekt þar sem fram kemur að opinberir starfsmenn búa við sérréttindi umfram það sem þekkist í einkageiranum.

Loftslag eða lífskjör: bæði betra
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif.

Skakkaföllin í PISA
Íslenskir grunnskólanemar standa höllustum fæti evrópskra nemenda þegar kemur að lestri, stærðfræði og náttúruvísindum, að grískum nemum undanskildum. Þetta er niðurstaða nýrrar PISA-könnunnar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar sem færni og þekking 15 ára barna er mæld. Námsárangur barna á Íslandi versnar mest af öllum 37 ríkjum OECD frá síðustu könnun frá árinu 2018.

Krónan og kjörin
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir.

Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ?
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni "Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“.

Tollar: umfangsmesti matarskatturinn
Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli.

Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms
Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli.

Hvað kosta höftin?
Alþjóðageirinn var umfjöllunarefni nýafstaðins Viðskiptaþings. Eitt af aðalumfjöllunarefnum þingsins var "1.000 milljarða áskorunin“ svokallaða. Til að standa undir sjálfbærum langtímahagvexti án aukinnar erlendrar skuldsetningar þurfum við að auka útflutning um þá upphæð á næstu 20 árum.