Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 16. apríl 2014 00:01 Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun