Krónan og kjörin Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun