Davíð Bergmann

Fréttamynd

Það getur verið dauðans al­vara og hafa lé­legan les­skilning. Ætli þeir séu margir sem hafa verið rændir æskunni út af því?

Kveikjan að þessum skrifum varð til í kringum andlát föður míns. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég ætla ekki að draga þetta með mér fram á grafarbakka, eins og pabbi gamli gerði. Hann átti enga sök á þessu en samt sem áðurvar hann með nagandi samviskubit allt sitt líf að hafa ekki getað gert meira.

Skoðun
Fréttamynd

Fyllist mælirinn, þegar það verða tveir stungnir og báðir dauðir, áður en við förum að gera eitt­hvað viti í þessum mála­flokki?

Ég hef í alvörunni verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu. Eftir að ég las greinina um ungu mennina í World Class á dögunum sem voru að gera allt vitlaust þar. Þar sem var grunur um hnífaburð og þessir sömu aðilar hafa komið ítrekað við sögu vegna hnífa og skotvopnaburðar hjá lögreglu að undanförnu.

Skoðun
Fréttamynd

Í guðanna bænum hættum að gengis­fella hug­tök!

Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum í dag? Eins og það að rafbyssuvæða fyrir lögguna og stunda njósnir. Lengi vel var það kallað forvirkar rannsóknar heimildir en nú er komið nýtt orðskrípi yfir þetta tvennt og þetta er kallað afbrotaforvarnir. Við eigum góð orð yfir þetta á íslensku, annars vegar njósnir og hitt er vopnvæðing.

Skoðun
Fréttamynd

For­gangs­verk­efni / hurfu í money heaven

Er ekki eitthvað vitlaust gefið hérna þegar 9000 milljónir fara í hindurvitna stofnun eins og kirkjuna og 15-17 þúsund milljónir í innflytjendur. Hvað hafa farið mörg þúsund milljónir í höfuðstöðvar Landsbankans og af hverju er ekki fyrir löngu búið að reisa þennan langþráða nýja Landspítala.

Skoðun
Fréttamynd

„Af­brota for­varnir“ eru það njósnir?

Ég hef meira og minna helgað minni starfsævi forvörnum og meðferðavinnu með ungmennum eða síðan árið 1994 þegar ég hóf störf hjá Útideildinni og ég starfa en að forvörnum ungmenna í dag hjá Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Ég skal alveg viðurkenna það hér að það fauk í mig þegar ég heyrði fyrst orðið afbrota forvarnir sér í lagi í hvaða samhengi það var sett.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­færsla á glæpaforriti

Glæpir hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama hvert litið er í heiminum, afbrot eru alls staðar og verða í ókominni framtíð. Glæpir koma alltaf til með að þrífast í öllum samfélögum hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Skoðun