Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar 2. janúar 2026 07:47 Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa furðu minni á stóru fjölmiðlum þessa lands. Á meðan kastljósinu er beint annað á sér stað hrein bylting í Íran, einu áhrifamesta ríki Mið-Austurlanda. Landið rambar nú á barmi borgarastyrjaldar og klerkastjórnin riðar til falls, en fréttaflutningur hér heima er rýr. Klerkastjórnin í Teheran er ekki bara innlend ógn; hún er bakbein ófriðar víða um heim. Hún hefur dælt vopnum og drónum í hendur Rússa til árása á saklausa borgara í Úkraínu. Hún fjármagnar hryðjuverkastarfsemi Hamas í Palestínu, kyndir undir blóðugu borgarastyrjöldinni í Jemen með stuðningi við Húta og heldur Líbanon í helgreipum í gegnum Hezbollah. Allt er þetta gert á meðan mannréttindi eigin þegna eru fótum troðin daglega. Skákborðið við Rauðahafið Nýlega átti sér stað atburður í utanríkismálum sem hefur gríðarlega þýðingu fyrir heimsöryggi: Ísrael hefur, fyrst ríkja, viðurkennt sjálfstæði Sómalílands. Benjamín Netanjahú hefur boðið forsetanum Abdirahman Mohamed Abdullahi í opinbera heimsókn og boðað samvinnu á sviði tækni, landbúnaðarmála og öryggismála. Þótt Donald Trump hafi verið varkár í yfirlýsingum sínum, þá er viðurkenning Ísraels á landi sem hefur barist fyrir sjálfstæði frá Sómalíu síðan 1991 heimssögulegur viðburður. En af hverju gerist þetta núna? Svarið liggur í landafræðinni. Það sem skilur á milli Sómalíulands og Jemen er Bab el-Mandeb-sundið, lífæð heimsverslunarinnar sem tengir Rauðahafið við Adenflóa og Indlandshaf. Hútar í Jemen, handbendi klerkastjórnarinnar í Íran, hafa ítrekað gert árásir á skipaflutninga og skotið írönskum flugskeytum á Ísrael. Með því að styðja þetta nýja ríki, sem er að slíta sig frá Sómalíu, opnast möguleiki fyrir Ísrael og Bandaríkin að koma upp bækistöðvum á þessum hernaðarlega mikilvæga stað. Það myndi þrengja verulega að árásarleiðum Húta og skerta getu þeirra til að herja á alþjóðlegar siglingaleiðir, auk þess að verja leiðina um Djíbútí-sundið og tryggja stöðugleika um Arabíuflóa. Af hverju þessi þögn? Þetta eru heimssögulegir atburðir. Þessi þróun getur haft gífurleg áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu, breytt gangi stríðsins í Úkraínu og hliðrað allri heimsverslun. Samt heyrist varla múkk í íslenskum fréttastofum. Hentar það fjölmiðlunum ekki að færa fókusinn að Úkraínu eða Palestínu af einhverri ástæðu? Getur verið að stefna Hvíta hússins í utanríkismálum sé hreinlega að skila árangri sem má ekki fara í hámæli? Er verið að dylja raunverulegan árangur „kallsins í Hvíta húsinu“ vegna þess að hann passar ekki inn í þá mynd sem á að teikna upp? Persaveldi á brauðfótum Persaveldi nútímans stendur á brauðfótum. Klerkastjórnin er ekki aðeins að kikna undan efnahagslegu gjaldþroti, heldur glímir þjóðin við skelfilegan vatnsskort. Almenningur hefur fengið nóg. Fólk streymir út á göturnar og hrópar: „Ég mun deyja fyrir land mitt, en ekki fyrir Palestínu eða Líbanon!“ Þetta eru dómínókubbsáhrif sem hófust með falli Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi. Ef klerkastjórnin fellur mun það valda miklu ójafnvægi á svæðinu og blóðug borgarastyrjöld gæti fylgt í kjölfarið. Slíkar vendingar munu hafa víðtækar afleiðingar fyrir alla Evrópu. Við gætum séð nýja, gríðarlega flóttamannabylgju sem myndi reyna á landamæri og samfélagsgerð evrópskra ríkja sem aldrei fyrr. Innan þessa stóra samhengis er raunveruleg hætta á að fólk leiti hælis allt norður til Íslands. En við verðum líka að leyfa okkur að vona: Vona að ekki verði miklu blóði úthellt, heldur muni fólkið sigra klerkastjórnina og eitthvað betra taki við. Að þetta merka land verði nútímavætt og mannréttindi virt að nýju. Eru fjölmiðlar og stjórnvöld að undirbúa okkur undir þá heildarmynd sem hér er í uppsiglingu? Ráða stoðkerfi Evrópu, og þar með okkar eigin, við þær afleiðingar sem gætu skolað á land hér ef allt færi á versta veg? Það er kominn tími til að fjölmiðlar fari að fjalla um þetta af þeirri alvöru sem til þarf. Höfundur er Miðflokksmaður.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun