Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar 29. apríl 2025 18:31 Þessi misserin eru börn í 10. bekk að ljúka grunnskólagöngu sinni, þar á meðal börn sem hafa ekki getað lesið sér til gagns. Þessir einstaklingar eiga líka eftir að sækjast eftir að fara í framhaldsskóla landsins ef þau hafa sjálfstraustið til þess, bakland og getu, og sér í lagi í verknám, og þá verður að vera skilningur og pláss fyrir þau í því námi að mínu mati og það á ekki að vera í boði að við séum að hafna ungu fólki um að komast í verknám á 21. öldinni vegna aðstöðuleysis. Ég get fullvissað ykkur um það að mörg af þeim einstaklingum sem hafa upplifað endalausa ósigra í grunnskólum ætla líka að sækja um núna í haust til að komast í nám, en hvar passa þau inn í „kerfin“ sem eiga „bókina sem sinn óvin?“ Og hvernig ætlum við að halda utan um þau og hvaða þjónustu ætlum við að bjóða þeim upp á? Ég get jafnframt lofað ykkur því að mörg af þeim hafa kvíðahnút í maganum þessa dagana hvað framtíðin ber í skauti sér. Svo á það eftir að versna í haust, þegar skólaárið hefst, þegar þau sjá fram á það að ráða ekki við verkefnið og sömu ósigrarnir endurtaka sig eins og í grunnskólanum og á endanum gefast þau upp. Hvorki í vinnu né skóla Það er heldur ekki tilviljun að yfir 3000 einstaklingar á aldrinum 16-24 voru hvorki í skóla né í vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, eins og kemur fram í skýrslu frá forvarnarhópi sem var skipaður af skrifstofu Höfuðborgarsvæðisins. Skýrslan bar heitið „ Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu. “ Ég hef ekki séð nýjustu tölurnar núna og ég er að bíða eftir því að skrifstofa höfuðborgarsvæðisins komi með þær tölur til að bera saman hvort við séum að réttri leið eða rangri. Hvað bíður þeirra þá þegar vélvæðingin er búin að taka störfin af þeim og ódýrt erlent vinnuafl sem hefur reynslu af vinnumarkaði og þau uppfylla ekki kröfur vinnumarkaðarins um að fá vinnu vegna reynsluleysis og menntunarleysis, enda hafa kröfurnar bara vaxið frá ári til árs á þeim markaði. Þess vegna verður samfélagið að vera með úrræði til að grípa þau þegar þau detta af lestinni, eins og til að mynda fjölsmiðjur um allt land svo ég nefni eitthvað. Því stefnulaus unglingur vill samt tilheyra einhvers staðar og ef hann getur ekki gert það með jákvæðum formerkjum þá gerir hann það með neikvæðum. Af hverju eigum við að styrkja verknám og annað undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla enn frekar? Jú, vegna þess að það á eftir að borga sig hundraðfalt fyrir samfélagið, annars erum við leynt og ljóst að búa til stéttskipt samfélag og það er dýrt. Svo ekki sé talað um alla landnemana sem hafa hingað komið og tala ekki tungumálið okkar, þar þurfum við svo sannarlega að spíta í lófana, því sú fjárfesting að kenna íslensku fyrir útlendinga mun líka alltaf skila sér margfalt út í samfélagið því þar eru líka ungmenni sem þurfa að hafa eitthvað að stefna að. Passa ekki í kassann Sjálfur var ég olnbogabarn skólakerfisins og þekki það af eigin raun að passa ekki inn í kassann vegna minna sértæku námserfiðleika sem ég átti við að stríða, sem stafa út frá einu höfuðhöggi sem ég fékk sem smábarn. Þá var ég aðeins 9 mánaða gamall og afleiðingin af því höggi var að ég fékk einhvern heilaskaða sem er kallaður ADHD og ADD í dag. ADHD er ekki bara meðfætt heldur getur það komið sem fylgifiskur af t.d. höfuðhöggi sem gerði það að verkum að ég varð seint læs og átti alltaf erfiðleika með að læra á bókina og það stafaði fyrst og fremst af einbeitingarskorti. Á þessum árum var lítil þekking og viðurkenning fyrir slíku og þetta var oftast kallað öðrum nöfnum eins og óþægð og leti. Til að ná stjórn á þannig börnum og til að þau væru ekki að þvælast fyrir í skólastarfinu var þeim komið fyrir einhvers staðar en í þeirra heimaskóla og helst nógu langt í burtu, frá þeirra félagslegu rótum, þannig var það í mínu tilfelli. Þannig börn gætu ekki verið í venjulegum skóla og sértækir námserfiðleikar einstakra nemanda á ekki að eyðileggja fyrir heildina. Það var það sem ég var að glíma við í grunnskóla en ég var ekki þroskaskertur þó svo að ég hafi verið sendur í sérskóla með slíkum nemendum á einum tímapunkti sem var úrræði á vegum höfuðborgarsvæðisins. Reyndi ítrekað Þetta plagaði mig langt inn í fullorðinsárin og sér í lagi þegar ég sem ungur maður gerði ítrekaðar tilraunir til að sækja mér menntun einhverjum árum eftir grunnskólanám sem ég féll að sjálfsögðu í. Þegar það kom að því að fara læra á bókina tók upp sig sama skólaforðun og ég var að glíma við í grunnskóla sem stafaði fyrst og fremst af þessum athyglisbresti og líka því að sjálfstraustið fyrir því að fara í skóla var núll og þar upplifði ég endalausa ósigra. Ég gerði ýmsar tilraunir í tengslum við verknám en þegar það kom að því að læra á bókina lagði ég á flótta undan henni og hætti námi þó svo að ég væri fyrir lifandis löngu búinn að ljúka verknámi. Þó svo að það sé himinn og haf á milli þess hvernig þetta var þegar ég var olnbogabarn í skólakerfinu og hvernig það er núna, enda væri það skrýtið ef það væri ekki þannig 49 árum síðar. Ég er sannfærður og ég veit að það er sama ónótatilfinningin að horfa eftir jafnöldrum sínum fara út í lífið með miklu betri forgjöf en maður sjálfur vegna þess að sértækir námserfiðleikar hafa ekki auðveldað skólagönguna, jafnvel eyðilagt hana. Það getur ekki verið tilviljun að drengjunum fjölgi alltaf sem geta ekki lesið sér til gagns á milli ára; við hljótum þá að vera að gera eitthvað vitlaust. Það geta ekki allir lært á bókina, hvað þá nýtt þá þekkingu sem stendur í henni til að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði. Því sú tilfinning að vera lúser í lífinu hefur ekkert breyst milli kynslóða og ef eitthvað hefur það versnað því menntunarkröfurnar eru alltaf að aukast frá ári til árs og ef þú getur ekki verið á stoppustöðinni á réttum tíma þegar lífsvagninn keyrir fram hjá og ef þú formast ekki inn í kerfin okkar vertu þá utan þeirra því þegar vagninn er farinn verður skipt um leiðarkerfi. En vonandi mun vélvæðingin eða ódýrt vinnuafl sem kemur að utan ekki taka af þér möguleikana í framtíðinni því annars getur beðið þín að vera á fastri áskrift að lífeyrisbótakerfinu og festast í fátæktargildrunni út lífið. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þessi misserin eru börn í 10. bekk að ljúka grunnskólagöngu sinni, þar á meðal börn sem hafa ekki getað lesið sér til gagns. Þessir einstaklingar eiga líka eftir að sækjast eftir að fara í framhaldsskóla landsins ef þau hafa sjálfstraustið til þess, bakland og getu, og sér í lagi í verknám, og þá verður að vera skilningur og pláss fyrir þau í því námi að mínu mati og það á ekki að vera í boði að við séum að hafna ungu fólki um að komast í verknám á 21. öldinni vegna aðstöðuleysis. Ég get fullvissað ykkur um það að mörg af þeim einstaklingum sem hafa upplifað endalausa ósigra í grunnskólum ætla líka að sækja um núna í haust til að komast í nám, en hvar passa þau inn í „kerfin“ sem eiga „bókina sem sinn óvin?“ Og hvernig ætlum við að halda utan um þau og hvaða þjónustu ætlum við að bjóða þeim upp á? Ég get jafnframt lofað ykkur því að mörg af þeim hafa kvíðahnút í maganum þessa dagana hvað framtíðin ber í skauti sér. Svo á það eftir að versna í haust, þegar skólaárið hefst, þegar þau sjá fram á það að ráða ekki við verkefnið og sömu ósigrarnir endurtaka sig eins og í grunnskólanum og á endanum gefast þau upp. Hvorki í vinnu né skóla Það er heldur ekki tilviljun að yfir 3000 einstaklingar á aldrinum 16-24 voru hvorki í skóla né í vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, eins og kemur fram í skýrslu frá forvarnarhópi sem var skipaður af skrifstofu Höfuðborgarsvæðisins. Skýrslan bar heitið „ Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu. “ Ég hef ekki séð nýjustu tölurnar núna og ég er að bíða eftir því að skrifstofa höfuðborgarsvæðisins komi með þær tölur til að bera saman hvort við séum að réttri leið eða rangri. Hvað bíður þeirra þá þegar vélvæðingin er búin að taka störfin af þeim og ódýrt erlent vinnuafl sem hefur reynslu af vinnumarkaði og þau uppfylla ekki kröfur vinnumarkaðarins um að fá vinnu vegna reynsluleysis og menntunarleysis, enda hafa kröfurnar bara vaxið frá ári til árs á þeim markaði. Þess vegna verður samfélagið að vera með úrræði til að grípa þau þegar þau detta af lestinni, eins og til að mynda fjölsmiðjur um allt land svo ég nefni eitthvað. Því stefnulaus unglingur vill samt tilheyra einhvers staðar og ef hann getur ekki gert það með jákvæðum formerkjum þá gerir hann það með neikvæðum. Af hverju eigum við að styrkja verknám og annað undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla enn frekar? Jú, vegna þess að það á eftir að borga sig hundraðfalt fyrir samfélagið, annars erum við leynt og ljóst að búa til stéttskipt samfélag og það er dýrt. Svo ekki sé talað um alla landnemana sem hafa hingað komið og tala ekki tungumálið okkar, þar þurfum við svo sannarlega að spíta í lófana, því sú fjárfesting að kenna íslensku fyrir útlendinga mun líka alltaf skila sér margfalt út í samfélagið því þar eru líka ungmenni sem þurfa að hafa eitthvað að stefna að. Passa ekki í kassann Sjálfur var ég olnbogabarn skólakerfisins og þekki það af eigin raun að passa ekki inn í kassann vegna minna sértæku námserfiðleika sem ég átti við að stríða, sem stafa út frá einu höfuðhöggi sem ég fékk sem smábarn. Þá var ég aðeins 9 mánaða gamall og afleiðingin af því höggi var að ég fékk einhvern heilaskaða sem er kallaður ADHD og ADD í dag. ADHD er ekki bara meðfætt heldur getur það komið sem fylgifiskur af t.d. höfuðhöggi sem gerði það að verkum að ég varð seint læs og átti alltaf erfiðleika með að læra á bókina og það stafaði fyrst og fremst af einbeitingarskorti. Á þessum árum var lítil þekking og viðurkenning fyrir slíku og þetta var oftast kallað öðrum nöfnum eins og óþægð og leti. Til að ná stjórn á þannig börnum og til að þau væru ekki að þvælast fyrir í skólastarfinu var þeim komið fyrir einhvers staðar en í þeirra heimaskóla og helst nógu langt í burtu, frá þeirra félagslegu rótum, þannig var það í mínu tilfelli. Þannig börn gætu ekki verið í venjulegum skóla og sértækir námserfiðleikar einstakra nemanda á ekki að eyðileggja fyrir heildina. Það var það sem ég var að glíma við í grunnskóla en ég var ekki þroskaskertur þó svo að ég hafi verið sendur í sérskóla með slíkum nemendum á einum tímapunkti sem var úrræði á vegum höfuðborgarsvæðisins. Reyndi ítrekað Þetta plagaði mig langt inn í fullorðinsárin og sér í lagi þegar ég sem ungur maður gerði ítrekaðar tilraunir til að sækja mér menntun einhverjum árum eftir grunnskólanám sem ég féll að sjálfsögðu í. Þegar það kom að því að fara læra á bókina tók upp sig sama skólaforðun og ég var að glíma við í grunnskóla sem stafaði fyrst og fremst af þessum athyglisbresti og líka því að sjálfstraustið fyrir því að fara í skóla var núll og þar upplifði ég endalausa ósigra. Ég gerði ýmsar tilraunir í tengslum við verknám en þegar það kom að því að læra á bókina lagði ég á flótta undan henni og hætti námi þó svo að ég væri fyrir lifandis löngu búinn að ljúka verknámi. Þó svo að það sé himinn og haf á milli þess hvernig þetta var þegar ég var olnbogabarn í skólakerfinu og hvernig það er núna, enda væri það skrýtið ef það væri ekki þannig 49 árum síðar. Ég er sannfærður og ég veit að það er sama ónótatilfinningin að horfa eftir jafnöldrum sínum fara út í lífið með miklu betri forgjöf en maður sjálfur vegna þess að sértækir námserfiðleikar hafa ekki auðveldað skólagönguna, jafnvel eyðilagt hana. Það getur ekki verið tilviljun að drengjunum fjölgi alltaf sem geta ekki lesið sér til gagns á milli ára; við hljótum þá að vera að gera eitthvað vitlaust. Það geta ekki allir lært á bókina, hvað þá nýtt þá þekkingu sem stendur í henni til að vera samkeppnishæfir á vinnumarkaði. Því sú tilfinning að vera lúser í lífinu hefur ekkert breyst milli kynslóða og ef eitthvað hefur það versnað því menntunarkröfurnar eru alltaf að aukast frá ári til árs og ef þú getur ekki verið á stoppustöðinni á réttum tíma þegar lífsvagninn keyrir fram hjá og ef þú formast ekki inn í kerfin okkar vertu þá utan þeirra því þegar vagninn er farinn verður skipt um leiðarkerfi. En vonandi mun vélvæðingin eða ódýrt vinnuafl sem kemur að utan ekki taka af þér möguleikana í framtíðinni því annars getur beðið þín að vera á fastri áskrift að lífeyrisbótakerfinu og festast í fátæktargildrunni út lífið. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun