Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar 5. janúar 2026 10:01 Ég ákvað að bíða með að skrifa um þetta mál því ég bjóst við víðtækari samfélagsumræðu miðað við atburði síðustu mánaða. En það undarlega gerðist: það varð nánast engin umræða. Hún hefði eflaust orðið ef alvarlegur skaði hefði hlotist af, en það er hrein tilviljun og almættinu að þakka að svo fór ekki. Kannski endurspeglar þetta það sem fangaverðir hafa verið að kvarta undan: agalausum, ungum föngum sem eru hömlulausir og sýna gróft ofbeldi. Getur verið að þetta sé bein afleiðing vinnubragða þar sem hrottalegt ofbeldi, frelsissvipting og hóparásir eru afgreidd sem „óheppileg mistök“ á lífsleiðinni? Í íslensku dóms- og meðferðarkerfi virðist ríkja sú bjartsýna trú að tækla eigi slíka hluti með mjúkum höndum, skilningsríkum dómum og smá „skamm, skamm“. Við afgreiðum málin með fundarhöldum og kannski smá peningasekt til að sýna að okkur sé alvara. En gerendurnir læra aldrei hverjar raunverulegar afleiðingar ofbeldis eru. Þeir mæta ekki fólkinu sem vinnur með afleiðingarnar alla daga – heilbrigðisstarfsfólki, sjúkraflutningamönnum og lögreglu. Þeir heyra ekki af tryggingarfélögunum sem krefja menn um endurkröfur vegna örorku sem geta varðað út ævina, né hitta þeir fangana sem hafa séð eftir öllu og vilja varna því að aðrir glati lífinu bak við lás og slá. Eigum við virkilega að halda áfram að hlífa „ungu mönnunum“ við aga og raunverulegum mörkum – mönnum sem telja sjálfsagt að sparka í höfuðið á varnarlausu fólki? Kerfi í rúst og fílabeinsturnar Staðan í meðferðarkerfinu er mörgum kunnug; fólk flýr með börnin sín á hinn endann á hnettinum til að sækja þjónustu sem ekki er í boði hér heima. Á meðan kerfið klappar gerandanum á bakið og vísar honum aftur út í samfélagið með nýjum greiningarstimpli, situr fórnarlambið eftir í áfalli sem getur varað ævilangt. Á meðan sitja sérfræðingarnir í „turninum“ og ræða Excel-skýjaborgir sínar, fjarri blóði og svita raunveruleikans. Hvernig getur það verið skaðlegt fyrir þessa ungu menn að læra um höfuðhögg og líkamsáverka hjá sérfræðingum? Að fá að heyra ískaldar staðreyndir um að eitt kjaftshögg getur breytt manneskju í „grænmeti“ og eyðilagt líf margra til frambúðar? Það er ekki verið að lýsa bíómynd, heldur veruleikanum eins og hann blasir við læknum á bráðamóttöku. Ný nálgun: Ekki finna upp hjólið Við þurfum nýja nálgun. Í stað þess að finna upp hjólið ættum við að horfa til Bretlands og „Youth Offending Team“-hugmyndafræðinnar. Við höfum verkfærin í 57. grein almennra hegningarlaga, sem gerir kleift að fresta refsingu með ströngum skilyrðum. Þetta mætti nota sem öflugt verkfæri, sérstaklega nú þegar skipulögð glæpastarfsemi hefur hafið innreið sína hér á landi og fórnarlömbin eru oft þeir sem eiga erfiðast uppdráttar og eru ungir að árum. 57. gr. laga nr. 19/1940: Ákveða má í dómi að fresta skuli með skilyrðum [...] ákvörðun um refsingu eða fullnustu hennar. Skilorðstími skal jafnaðar vera 2–3 ár. Frestun má binda skilyrðum um að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni og notkun tómstunda. „Viðurkenndar aðferðir“ vs. raunveruleikann Ég tala ekki af reynsluleysi. Ég rak hópastarf á sínum tíma byggt á „Learning by doing“, þar sem lögreglan, slökkviliðið, sjúkraflutningamenn, landhelgisgæslan, tryggingafélag, fyrrverandi fangar, björgunarsveitin og starfsfólk Grensásdeildar komu að málinu. Fyrir þetta fékk ég áminningu frá Barnaverndarstofu á meðan ég vann á Stuðlum. Rökin voru þau að óljóst væri hvort þetta teldist „viðurkennd aðferð“. Samkvæmt kerfinu átti „faglega“ aðferðin að vera sú að barnið sæti með skrifborð á milli sín og sérfræðingsins, og spilaði Playstation þess á milli. Þetta er nákvæmlega það sem foreldrar gagnrýna í dag. Einu sinni voru til verkfæri eins og agi og mörk. Við lásum ekki dag eftir dag um hamfarir í kerfinu. Það var ekki fullkomið en við hljótum að hafa verið að gera eitthvað rétt þá miðað við fréttir síðustu mánaða. Eftir Breiðavíkurskýrsluna fór hins vegar allt úr límingunum í fílabeinsturninum af taugaveiklun og verkfærin voru tekin af fólkinu á gólfinu. Áskorun til yfirvalda Það hefur ekki mátt koma með nýja nálgun í áratugi og afleiðingarnar sjáum við í grófari brotum og hnífstungum. Margföldun: Vopnuðum útköllum hefur rúmlega þrefaldast á einum áratug. Eðli mála: Lögreglan hefur bent á að útköll vegna hnífa hafi aukist sérstaklega mikið og oftar sé um að ræða ungmenni eða fólk tengt skipulagðri glæpastarfsemi. Ég skora á dómsmálayfirvöld og dómara að nýta 57. greinina af hugrekki. Boðum til ráðstefnu með lögmönnum landsins og skoðum nýjar leiðir. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera þetta fyrir meira en 20 árum, en þegar til kastanna kom þá mætti enginn lögmaður á þá ráðstefnu. Eigum við ekki að reyna aftur og þora að breyta? Að lokum minni ég á Facebook-síðuna: „Hvernig fækkum við afbrotum barna?“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað að bíða með að skrifa um þetta mál því ég bjóst við víðtækari samfélagsumræðu miðað við atburði síðustu mánaða. En það undarlega gerðist: það varð nánast engin umræða. Hún hefði eflaust orðið ef alvarlegur skaði hefði hlotist af, en það er hrein tilviljun og almættinu að þakka að svo fór ekki. Kannski endurspeglar þetta það sem fangaverðir hafa verið að kvarta undan: agalausum, ungum föngum sem eru hömlulausir og sýna gróft ofbeldi. Getur verið að þetta sé bein afleiðing vinnubragða þar sem hrottalegt ofbeldi, frelsissvipting og hóparásir eru afgreidd sem „óheppileg mistök“ á lífsleiðinni? Í íslensku dóms- og meðferðarkerfi virðist ríkja sú bjartsýna trú að tækla eigi slíka hluti með mjúkum höndum, skilningsríkum dómum og smá „skamm, skamm“. Við afgreiðum málin með fundarhöldum og kannski smá peningasekt til að sýna að okkur sé alvara. En gerendurnir læra aldrei hverjar raunverulegar afleiðingar ofbeldis eru. Þeir mæta ekki fólkinu sem vinnur með afleiðingarnar alla daga – heilbrigðisstarfsfólki, sjúkraflutningamönnum og lögreglu. Þeir heyra ekki af tryggingarfélögunum sem krefja menn um endurkröfur vegna örorku sem geta varðað út ævina, né hitta þeir fangana sem hafa séð eftir öllu og vilja varna því að aðrir glati lífinu bak við lás og slá. Eigum við virkilega að halda áfram að hlífa „ungu mönnunum“ við aga og raunverulegum mörkum – mönnum sem telja sjálfsagt að sparka í höfuðið á varnarlausu fólki? Kerfi í rúst og fílabeinsturnar Staðan í meðferðarkerfinu er mörgum kunnug; fólk flýr með börnin sín á hinn endann á hnettinum til að sækja þjónustu sem ekki er í boði hér heima. Á meðan kerfið klappar gerandanum á bakið og vísar honum aftur út í samfélagið með nýjum greiningarstimpli, situr fórnarlambið eftir í áfalli sem getur varað ævilangt. Á meðan sitja sérfræðingarnir í „turninum“ og ræða Excel-skýjaborgir sínar, fjarri blóði og svita raunveruleikans. Hvernig getur það verið skaðlegt fyrir þessa ungu menn að læra um höfuðhögg og líkamsáverka hjá sérfræðingum? Að fá að heyra ískaldar staðreyndir um að eitt kjaftshögg getur breytt manneskju í „grænmeti“ og eyðilagt líf margra til frambúðar? Það er ekki verið að lýsa bíómynd, heldur veruleikanum eins og hann blasir við læknum á bráðamóttöku. Ný nálgun: Ekki finna upp hjólið Við þurfum nýja nálgun. Í stað þess að finna upp hjólið ættum við að horfa til Bretlands og „Youth Offending Team“-hugmyndafræðinnar. Við höfum verkfærin í 57. grein almennra hegningarlaga, sem gerir kleift að fresta refsingu með ströngum skilyrðum. Þetta mætti nota sem öflugt verkfæri, sérstaklega nú þegar skipulögð glæpastarfsemi hefur hafið innreið sína hér á landi og fórnarlömbin eru oft þeir sem eiga erfiðast uppdráttar og eru ungir að árum. 57. gr. laga nr. 19/1940: Ákveða má í dómi að fresta skuli með skilyrðum [...] ákvörðun um refsingu eða fullnustu hennar. Skilorðstími skal jafnaðar vera 2–3 ár. Frestun má binda skilyrðum um að aðili hlíti fyrirmælum umsjónarmanns um dvalarstaði, menntun, vinnu, umgengni og notkun tómstunda. „Viðurkenndar aðferðir“ vs. raunveruleikann Ég tala ekki af reynsluleysi. Ég rak hópastarf á sínum tíma byggt á „Learning by doing“, þar sem lögreglan, slökkviliðið, sjúkraflutningamenn, landhelgisgæslan, tryggingafélag, fyrrverandi fangar, björgunarsveitin og starfsfólk Grensásdeildar komu að málinu. Fyrir þetta fékk ég áminningu frá Barnaverndarstofu á meðan ég vann á Stuðlum. Rökin voru þau að óljóst væri hvort þetta teldist „viðurkennd aðferð“. Samkvæmt kerfinu átti „faglega“ aðferðin að vera sú að barnið sæti með skrifborð á milli sín og sérfræðingsins, og spilaði Playstation þess á milli. Þetta er nákvæmlega það sem foreldrar gagnrýna í dag. Einu sinni voru til verkfæri eins og agi og mörk. Við lásum ekki dag eftir dag um hamfarir í kerfinu. Það var ekki fullkomið en við hljótum að hafa verið að gera eitthvað rétt þá miðað við fréttir síðustu mánaða. Eftir Breiðavíkurskýrsluna fór hins vegar allt úr límingunum í fílabeinsturninum af taugaveiklun og verkfærin voru tekin af fólkinu á gólfinu. Áskorun til yfirvalda Það hefur ekki mátt koma með nýja nálgun í áratugi og afleiðingarnar sjáum við í grófari brotum og hnífstungum. Margföldun: Vopnuðum útköllum hefur rúmlega þrefaldast á einum áratug. Eðli mála: Lögreglan hefur bent á að útköll vegna hnífa hafi aukist sérstaklega mikið og oftar sé um að ræða ungmenni eða fólk tengt skipulagðri glæpastarfsemi. Ég skora á dómsmálayfirvöld og dómara að nýta 57. greinina af hugrekki. Boðum til ráðstefnu með lögmönnum landsins og skoðum nýjar leiðir. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, ætlaði að gera þetta fyrir meira en 20 árum, en þegar til kastanna kom þá mætti enginn lögmaður á þá ráðstefnu. Eigum við ekki að reyna aftur og þora að breyta? Að lokum minni ég á Facebook-síðuna: „Hvernig fækkum við afbrotum barna?“ Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun